Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 47
Ávíð 02 dreif AMNESTY INTERNATIONAL FÆR FRIÐARVERÐLAUN NOBELS Samtökunum Amnesty International voru veitt friðarverðlaun Nobels fyrir árið 1977. Verðlaunin voru afhent formanni samtakanna, Svíanum Thomasi Hammarberg, 10. desember s.l. Afhendingin fór fram í Oslo við hátíðlega athöfn eins og venja er. í sama skipti voru friðarverðlaun ársins 1976 afhent forsvarsmönnum friðarhreyfingar kvenna á Norður-írlandi, þeim Betty Williams og Mairead Corrigan. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Nobelsnefnd norska Stórþingsins eða norska Nobelsnefndin, eins og hún nú heitir, hefur á stundum sætt gagn- rýni fyrir val sitt á verðlaunahöfum. Er skemmst að minnast andmæla, sem útnefning þeirra samningamannanna Henry Kissingers og Le Duc Thos sætti. Þá sögðu fimm nefndarmenn af sér, og Stórþingið breytti nafni nefndarinnar eins og að framan er lýst til að firra sig ábyrgð. Stórþingið gerir reyndar ekki annað en að tilnefna menn í nefndina. Það hefur engin afskipti af verðlauna- veitingunni sjálfri. Tillögurétt um friðarverðlaunahafa eiga þjóðþing ríkja og prófessorar í húmanistískum fræðum. Bárust all margar tillögur um A.l. víðs vegar að. Ein- hugur mun hafa ríkt í Nobelsnefndinni um tilnefningu A.l. sem friðarverðlauna- hafa, og ekki er vitað að hún hafi sætt gagnrýni. Þótt í þessu riti hafi nýlega verið gerð grein fyrir he'stu stefnumálum A.I., þykir rétt að geta þeirra grundvallarmarkmiða, sem samtökin hafa sett sér. Þau eru svo orðuð í þriðju grein laga íslandsdeildarinnar: „Samtökin vilja stuðla að því, að hvarvetna sé framfylgt Mannréttindayfir- lýsingu Sarr.einuðu þjóðanna með því að: a) vinna að því að þeir, sem fangelsaðir eru, hafðir í haldi eða hindraðir á annan hátt, eða að öðru leyti beittir þvingunum eða takmörkunum vegna skoðana, sem þeir eru sannfærðir um, eða sökum kynþáttalegs uppruna, litarháttar eða tungu, verði leystir úr haldi og fjölskyldum þeirra veitt sú aðstoð, sem þörf krefur, að því tilskyldu að þeir hafi ekki beitt ofbeldi eða stuðlað að því; b) berjast gegn dauðarefsingu og hvers konar pyntingum eða slæmri með- ferð á hverjum þeim, sem fangelsaður er, hafður í haldi eða hindraður á annan hátt í trássi við fyrirmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar; c) berjast með öllum tiltækum ráðum gegn því, að þeim, sem hafðir eru í haldi vegna sannfæringar sinnar eða stjórnmálaskoðana. verði haldið, án þess að dómsrannsókn fari fram innan rýmilegs tíma, eða gegn hvers konar 93

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.