Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Síða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Síða 48
Hátíðarsamkoma íslandsdeildar Amnesty International í Norræna húsinu 10. desember 1977. Margrét Bjarnason formaður deildarinnar flytur ávarp. (Ljósm. úr myndasafni Morgunblaðsins). málsmeðferð varðandi slíka fanga, er ekki samræmist viðurkenndum regl- um, sem tryggja réttláta dómsrannsókn“. Barátta A.l. fyrir ofangreindum markmiðum hefur nú leitt til þess, að friðar- verðlaunin féllu þeim í skaut. Áse Lionæs, formaður norsku Nobelsnefndarinnar, lagði áherslu á í ræðu sinni við afhendinguna, að A.l. hefði aukið baráttu sína fyrir því að tryggja, að allar ríkisstjórnir teldu skyldu sína að virða Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna, og legði fram áþreifanlegan skerf til friðar I heiminum með því að verja sjálfsvirðingu mannsins gegn pyndingum, ofbeldi og niðurlægingu. Eftir einum nefndarmanna var haft, að með starfi sínu hefði A.l. náð þeirri stöðu, að vel væri til fundið að efla samtökin með þeim álitsauka, sem friðar- verðlaunin hefðu ætíð í för með sér. Friðarverðlaunin og ummæli aðstandenda þeirra eru að sjálfsögðu engin sönnun þess að A.l. hafi tekist ætlunarverk sitt á liðnum starfsárum eins vel og æskilegt hefði verið. Starfið er þess eðlis að erfitt er að meta árangur þess. Þó má benda á, að tekist hefur að fá all marga hugsjónafanga leysta úr haldi. Hugsjónafangi í Rhodesíu, Sidney Donald Malunga að nafni, sem is- landsdeildin hefur um nokkurt skeið barist fyrir að fá leystan úr haldi var lát- inn laus í maí s.l. Deildir A.l. víða um heim héldu samkomur eða vöktu með öðrum hætti at- hygli á og fögnuðu því, að A.l. hefði fengið friðarverðlaunin. íslandsdeildin, sem er ein yngsta deild samtakanna, stofnuð 1974, hélt samkomu í Norræna 94

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.