Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Síða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Síða 49
húsinu sama dag og verðlaunaafhendingin fór fram, m.a. í því skyni að fagna því, að samtökunum skyldi hlotnast þessi heiður. Meðal viðstaddra voru for- seti íslands og forsetafrú. Þar talaði skáldið og nobelsverðlaunahafinn Halldór Laxness. Ennfrerr.ur fyrsti formaður íslandsdeildarinnar Björn Þ. Guðmunds- son borgardómari og núverandi formaður Margrét R. Bjarnason stud. jur. Listamenn komu fram. Samkoma þessi tókst vel í alla staði. Nokkrum dögum áður hafði fulltrúi A.l. hjá Sameinuðu þjóðunum afhent framkvæmdastjóra þeirra, Kurt Waldheim, áskorun um, að allir hugsjónafangar verði látnir lausir, undirritaða af rúmlega einni milljón manna, m.a. nokkrum þjóðhöfðingjum, fjölda þingmanna og stjórnum tuga alþjóðlegra samtaka, sem hafa innan sinna vébanda 80 milljónir manna í 133 þjóðlöndum. í Stokkhólmi var þessa daga haldin á vegum A.l. alþjóðleg ráðstefna um afnám dauðarefsingar, sem er eitt af aðalstefnuskrármálum A.l. eins og að framan getur. Ráðstefnuna sóttu tæplega 180 manns frá 50 þjóðlöndum. Undirritaður sótti ráðstefnuna fyrir hönd íslandsdeildarinnar. Á ráðstefnunni var samþykkt stefnumarkandi yfirlýsing um afnám dauðarefsingar, sem birt er á öðrum stað hér í tímaritinu. Segja má, að verðlaunaveitingunni hafi þannig á vegum heildarsamtakanna verið fagnað með auknu starfi og starfssviði. Að sjálfsögðu höfðu þátttak- endum áður borist fréttir af verðlaunaveitingunni, en henni virtust allir taka með ró, og vakti hún lítið sem ekkert umtal á ráðstefnunni. Verð’aunapening- urinn var til sýnis og gekk manna á milli og gátu þeir snert sem vildu. Þótt starfandi fólk í A.l. hafi e.t.v. látið sér færra um finnast en gera hefði mátt ráð fyrir, er vafalaust, að veiting friðarverðlaunanna hefur vakið aukna athygli á starfsemi samtakanna, og er það mikils virði. Við sem störfum í ís- landsdeildinni, höfum orðið þess vör, að fleiri veita fjárstuðning en áður, og fleiri virðast vita, hvað samtökin eru og að hvaða málefnum þau vinna. Ýmsar verðlaunaveitingar þykja fremur hégómlegar og kunna að vera það í raun. Nobelsverðlaun hafa sjaldnast sætt slíkri gagnrýni. Því má og ekki gleyma í þessu tilviki, að samtökin fengu ávísun á 670 þús. norskar krónur, sem bæta munu nokkuð úr fjárskorti þeirra. Ekki hefur endanlega verið ákveð- ið hvað verður gert við þetta fé, en líklega verður því að verulegu leyti varið til þess að koma á fót deildum A.l. í löndum, þar sem engar eru fyrir og þörfin brýn. Víða um heim eru samtök og einstaklingar, sem berjast fyrir auknum mann- réttindum, og ennfremur því, að menn nái þeim rétti, sem löggjöf veitir þeim. Þó virðist nú um stundir, að óréttlæti og virðingarleysi fyrir mannréttindum sígi á í þeirri baráttu og hafi betur. Það er ískyggileg þróun, ekki síst þegar hún gerist á öld, er mannkynið hefur náð hvað lengst á mjög mörgum sviðum. Vonandi hefur veiting friðarverðlauna Nobels til A.l. gefið baráttusveitum mannréttinda aukna viðspyrnu og aukinn mátt. FriSgeir Björnsson. 95

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.