Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Page 3
rniAmi —— LÖ(.IISIJ>I\(.A 4. HEFTI 32. ÁRGANGUR DESEMBER 1982 FRÁ LÖGMÖNNUM Það mun hafa verið venja, að formenn Lögmannafélags íslands létu frá sér heyra í Tímariti lögfraeðinga ár hvert. Þessi siður hefur einhverra hluta vegna fallið niður á seinustu árum. Þegar ritstjóri blaðsins færði þetta í tal við mig, taldi ég mér skylt að verða við ósk hans um að taka upp þessa venju að nýju. i þessu sambandi má minnast þess, að Lögmannafélag íslands var útgefandi tímaritsins til ársins 1956. Á nokkrum undanförnum árum hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi L.M.F.Í. Þessar breytingar má að hluta rekja til þess að ráðinn var til félags- ins framkvæmdastjóri í fullu starfi. Þá hefur félagið komið sér fyrir í nýju hús- næði að Álftamýri 9. Ráðning framkvæmdastjóra gjörbreytti störfum stjórnar- innar, en áður fór mikil vinna hjá stjórnarmönnum í úrskurði og álitsgerðir og sátu þá félagsmál frekar á hakanum. Á þessu er orðin breyting, og hafa stjórn- ir L.M.F.i. getað tekið upp nokkra félagslega þætti til umfjöllunar. Sum þessara mála hafa komist í framkvæmd fyrir tilstuðlan hins ötula framkvæmdastjóra félagsins. Ég er þess fullviss, að lögmenn kunna að meta aukna þjónustu. Af þeim málum, sem stjórnin hefur verið að vinna að að undanförnu, má nefna tölvumál, félagsaðildarmál og fræðslumál. Um tölvumálið er það að segja, að á vegum félagsins hefur starfað sér- stök tölvunefnd, sem unnið hefur að því að marka stefnu í þessu máli í sam- ráði við stjórn félagsins. Til þessa hefur starfsemi nefndarinnar beinst að upplýsingaöflun og fræðslustarfi, en málið er að komast á það stig, að stjórn L.M.F.i. geti endanlega markað stefnu sína og gefið félagsmönnum skýrslu um málið. Félagsaðild að L.M.F.Í. hefur verið mikið rædd innan stjórnarinnar. Nokk- ur óvissa hefur ríkt um það, hverjir séu skylduaðilar að félaginu. Það verður að játa, að mönnum sýnist nokkuð sitt hverjum, hvernig líta beri á þetta mál. Það er Ijóst, að nú, eftir að félagið hefur stóraukið þjónustu sína við lög- menn, er nauðsynlegt að koma félagatali í viðunandi horf. Stjórn L.M.F.Í. er einhuga í þessu máli og hefur lagt fyrir framkvæmdastjóra að taka alla, sem leyst hafa til sín réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi eða Hæsta- 173

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.