Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Síða 11
hann, nema gild rök lægju til annars. Kristján var djarfur til átaka og að-
gerða og afstaða hans mótaðist oft af leikgleði, sennilega bæði í viðskiptum
og stjórnmálum. í slíkri leikgleði mat hann verðuga andstæðinga og kosti
þeirra.
Kristján var ritstjóri Vísis í 15 ár, en um skeið gaf hann út vikublaðið
Fálkann, sem var mjög vinsælt á sínum tíma og þarfarit þá fyrir daga
sjónvarps.
Kristján Guðlaugsson var skáld gott, en Jónas Guðlaugsson skáld var
bróðir Kristjáns. Séra Guðlaugur, faðir hans, mun líka hafa verið skáldmæltur.
Hugur Kristjáns var dagfarslega hinn frjálsi hugur skáldsins. Dróma hvers-
dagsleikans viðurkenndi hann ekki, en leitaði oft lausna þvert á venjur.
Þegar ég fyrst hitti Kristján Guðlaugsson fyrir áratugum í teiti lögmanna
hvatti hann ákaft til vegalagningar yfir Sprengisand, sem stystu leið milli
landshluta. Hefi ég oft minnst þessa og þeirrar leiðar, er við unnum saman á
öðrum leiðum, þ.e. hjá Loftleiðum. Undirritaður hóf störf hjá Loftleiðum
1962. Skrifstofur Alfreðs Elíassonar, framkvæmdastjóra, og Kristjáns Guð-
laugssonar voru hlið við hlið og lágu gagnvegir vina á milli. Á skrifstofum
Loftleiða við Reykjanesbraut var andi gleði og vináttu. Allir áttu greiða leið
til formanns.
Kristján var þá í fullu starfi hjá Loftleiðum sem lögfræðingur, jafnframt
því að vera stjórnarformaður. Örugg lögfræðileg forsjá var Loftleiðum nauð-
synleg til að geta haldið „sínu striki“. Víða var sótt að félaginu. Reynt var
að sverta nafn félagsins hérlendis sem erlendis m.a. vegna flutnings á
„hippurn" milli vesturheims og gamla heimsins. En í raun fór margur Banda-
ríkjamaður við lítil efni sína fyrstu lærdómsferð þannig með Loftleiðum. Ég
veitti því oft eftirtekt á ferðum mínum að pappírskiljur „hippans" báru titla
heimsbókmenntanna. Margur prófessor í Bandaríkjunum og reyndar líka
á meginlandinu minnist slíkra ferða á yngri árum og margir hafa síðan komið
hingað til dvalar, en ekki lengur sem ,,hippar“. Oft varð að finna sprengi-
sandsleið til að árangri yrði náð.
Kristján var maður listrænn, hafði gleði af góðum málverkum. Hann fékk
því framgengt að Loftleiðir létu smíða stóra afsteypu af verki Ásmundar
Sveinssonar: Gegnum hljóðmúrinn, sem varð tákn starfseminnar í augum
margra erlendra gesta. Kristján var vinsæll maður, Ijúfur, þegar það átti við
— einlægur við samstarfsmenn. Kristján var um skeið formaður Flugleiða,
eftir sameiningu flugfélaganna tveggja.
Árið 1932 kvæntist Kristján ágætri konu, Bergþóru Brynjólfsdóttur, tann-
læknis Björnssonar. Börn þeirra eru Anna, sem gift er Hauki Steinssyni, tann-
lækni, og Grétar Brynjólfur, lögfræðingur, starfandi hjá Flugleiðum.
Annars staðar hafa hin ýmsu störf Kristjáns verið rakin ítarlegar, en að
loknu dagsverki fór hann iðulega í bústað sinn í Rauðhólum, þar sem fingur
hans hlúðu að nýgræðingi. Kristján ræddi oft um þennan gróður, trén, sem
döfnuðu í stuttum, björtum íslenskum sumrum. Sum bættu hæð sína um
þumlung á hverju ári, önnur meir, einstaklingar í harðri lífsbaráttu. Sum urðu
kali að bráð. Með natni og alúð mátti bæta þeim kjörin og styrkja þau. Svo
er um margt í umhverfi okkar, á lífsskeiði okkar. Kristján Guðlaugsson átti
gott og farsælt Iífsskeið.
Guðmundur W. Vilhjálmsson.
181