Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Side 12
Sigurður Líndal prófessor: LÖGFESTING JÓNSBÓKAR 1281 I. íslendingar gengu Noregskonungi á hönd á árunum 1262-64. Gerðu helztu höfðingjar landsins sáttmála við konung þar að lútandi — Gamla sáttmála — en bundu konungshyllingu sína skilyrðum. Eitt þeirra var að konungur léti Islendinga „ná friði og íslenzkum lögum“ sem verður að skilja svo að höfðingjar hafi falið konungi stjórngæzlu en áskilið sjálfum sér ítök í lagasetningarvaldi að því leyti sem hin fornu lög skyldu ekki gilda áfram. Þessi breyting á stjórnskipun kallaði á nýja löggjöf. Um þessar mundir var unnið að endurskoðun allrar löggjafar Noregs undir forystu Magnúsar lagabætis (1263-80), og lá þá beint við að íslenzk lög fengju sömu meðferð. Lögbók Islendinga, nefnd Járnsíða, var fullgerð 1271 og þá send út hingað en illa tekið. Var það ár einungis samþykktur þingfararbálkur og tveir kapítular úr erfðabálki, en ekki var bókin að fullu lögtekin fyrr en 1273.1 Meðan þráttað var um Járnsíðu á Islandi var fram haldið lagasmíð í Noregi. Snurða hafði hlaupið á þráðinn 1269 vegna deilna konungs og erkibiskups, en landslögin voru þó endanlega lögfest 1274, lög bæjanna 1276 og hirðlögin 1277. Járnsíða 'gat því ekki gilt til frambúðar þar sem nú þurfti að samræma hana hinum nýsettu lögum Noregs og Islend- ingar beiddust umbóta. Endurskoðun Járnsíðu leiddi til þess að rituð var alveg ný lögbók. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær bókin var samin, né heldur hverjir sömdu. Þó má telja víst að bókin hafi verið fullger þegar Magnús lagabætir lézt 9. maí 1280, og hún ber vitni um svo stað- góða þekkingu á íslenzku þjóðveldislögunum að Islendingar hljóta að hafa verið að verki. Eftir lát Magnúsar lagabætis 1280 tók Eiríkur, tólf ára sonur hans, við konungdómi en ráðgjafar Magnúsar fóru með ríkisstjórn. Þessir ríkisstjórar áttu því vorið 1280 þau erindi við íslendinga að taka við 182

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.