Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 3
rniAiíii— TÖI.IITTIHV.A 2. HEFTI__35. ÁRGANGUR_OKTÓBER 1985 STJÓRNVALD EÐA DÓMSTÓLL í BARNARÉTTARMÁLUM? Þróunin í barnarétti hin síðari ár hefur orðið á þann veg ao auka réttindi barnsins í flestum málum, sem það snerta. Lögin gera ráð fyrir því, að for- eldrar barns séu að öðru jöfnu hæfastir til að gæta hagsmuna þess, og yf- irleitt er það svo, að hagsmunir foreldra og barna þeirra falla saman. Þegar hagsmunir foreldra og barna rekast á, segja lögin skýrum stöfum, að það séu hagsmunir barnsins, sem skuli ráða. Það, sem barni er fyrir bestu, er allsráðandi. Þetta er einföld regla á pappírnum, en veldur miklum erfiðleik- um í framkvæmd. — Nú er viðurkennt í auknum mæli, að börn séu sjálfstæð- ir réttaraðilar og eigi rétt á að gæta hagsmuna sinna, einnig I deilumálum, sem snerta réttindi foreldra. Þessi þróun kemur fram I barnalögum allra Norð- urlanda með ákvæðum um meðákvörðunarrétt og sjálfsákvörðunarrétt barns- ins. Miklar umræður eru um allan hinn vestræna heim um, að rétt sé að skipa barni sérstakan talsmann í þessum málum til þess að tryggja réttarstöðu þess, og eru slík ákvæði komin í löggjöf margra ríkja Bandaríkjanna. Hagsmunir foreldra og barna rekast á, þegar foreldrar deila um forsjá barna sinna við skilnað eða sambúðarslit, og einnig þegar hið opinbera dreg- ur í efa hæfni foreldranna til að annast börnin. Þessi mál eru hin mikilvægustu, sem upp koma, og skipta sköpum um alla framtíð barnsins. Hvernig er búið að þessum málum hér á landi? Hvaða hagsmunir sitja í fyrirrúmi? Eru það hagsmunir barnsins, foreldranna, ríkisins? Er réttaröryggis nægilega gætt, þegar úrskurðað er um forsjá barns eða töku barns af heimili? Norðurlönd hafa um langt árabil haft nokkra sérstöðu í meðferð þessara mála, sérstaklega barnaverndarmála, þar sem nefndir kosnar af sveitarfélög- um hafa úrskurðað í barnaverndarmálum í stað dómstóla. Norðurlöndin, og þá sérstaklega ísland, Danmörk og Noregur, hafa einnig haft sérstöðu í skiln- aðarmálum, en þar á sú regla sér aldalanga hefð, að stjórnvöld veiti leyfi til skilnaðar og úrskurði um ágreining í sambandi við skilnað. Þótt einnig sé heimilt að leita skilnaðar fyrir dómstólum, þá er sú leið nær aldrei farin hér á landi. Stjórnvaldsleiðin er almennt viðurkennd, hún er óformleg, fljótfarin og kostnaðarlítil. Stjórnvöld hafa mikla reynslu í meðferð þessara mála og 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.