Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 60
lögmenn. Þá er í Fréttabréfinu gerð grein fyrir öðrum störfum stjórnarinnar og ýmsum þeim málum, er tengjast lögmannsstörfum. L.M.F.Í. verður 75 ára á næsta ári. Hefur verið ákveðið að minnast þeirra tímamóta m.a. með útgáfu afmæiisrits. Er gert ráð fyrir að I ritinu verði m.a. rakin saga félagsins og birtar verði frumsamdar greinar um lögfræðileg efni, þar sem lögð verður áhersla á lögmanninn, stöðu hans og hlutverk. Náðst hefur samkomulag við Sigurð Líndal, prófessor, um að hann verði ritstjóri afmælisritsins. Almenn félagsstarfsemi var með svipuðum hætti og árin á undan. Áður hefur verið minnst á félagsfundina og á starfsárinu hafa verið haldin skák- og golfmót fyrir lögmenn og gesti þeirra. Þá stóð íélagið öðru sinni fyrir jólatrésskemmtun fyrir börn og barnabörn félagsmanna og starfsfólks þeirra. Um mánaðamótin febrúar/mars var haldið námskeið á vegum félagsins um gerðardóma. Leiðbeinandi var Stefán Már Stefánsson, prófessor, ásamt þrem- ur starfandi lögmönnum. Um 20 lögmenn tóku þátt ( námskeiðinu. Undanfarin ár hefur félagið efnt til námsferða til ýmissa landa fyrir félags- menn og maka þeirra. Ferðir sem þessar njóta mikilla vinsælda og eru a. m. k. um sinn orðnar fastur liður í starfsemi félagsins. í október n.k. er fyrirhuguð ferð til ísrael og eru skráðir þátttakendur í þá ferð rúmlega 20. Á síðastliðnu ári komu fram hugmyndir hjá stjórnvöldum um að afla tekna í ríkissjóð með því að gera m.a. lögmönnum að innheimta söluskatt af þjón- ustu sinni. Af þessu tilefni lét stjórnin fara frá sér ályktun, þar sem lagst var gegn þessum hugmyndum. Ályktunin var afhent forystumönnum þeirra stjórn- málaflokka, sem aðild eiga að ríkisstjórn. Eins og kunnugt er, var síðar fall- ið frá þessum hugmyndum. Á þeirri tölvuöld, sem við nú lifum á, er ekki óeðlilegt að lögfræðingar hafi velt fyrir sér möguleikum á að tölvusetja dóma á kerfisbundinn hátt. Erlend- is hefur víða átt sér stað mikil þróun að þessu leyti. Er Ijóst að tölvusetning dóma krefst nákvæms og e.t.v. tímafreks undirbúnings. Stjórn L.M.F.f. fjallaði um þetta málefni á s.l. hausti og gerði af því tilefni svohljóðandi bókun: „Stjórn L.M.F.Í. telur brýnt að þegar verði hafist handa við að vinna að samræmdri skráningu íslenskra dóma. Slík skráning gæti orðið góður undir- búningur að tölvusetningu dóma. í þessu skyni telur stjórnin koma til greina að skipuð verði nefnd með einum fulltrúa frá eftirtöldum aðilum: Lögmanna- félagi íslands, Dómarafélagi íslands, Lögfræðingafélagi íslands, Lagastofnun, Lagadeild og Dómsmálaráðuneytinu. Nefndin myndi gera tillögur um hvern- ig best yrði að máli þessu staðið og hugaði jafnframt að kostnaði. Stjórnin samþykkir nú að skrifa þessum aðilum og óska fyrir 1. des n.k. eftir afstöðu þeirra til ofangreindrar hugmyndar. Verði á hana fallist telur stjórnin æski- legt að tilnefning nefndarfulltrúa eigi sér stað fyrir næstkomandi áramót." Þess skal hér getið að framangreindir aðilar hafa nú tilnefnt fulltrúa ( nefnd- ina og hefur hún nýlega hafið störf. Eins og kunnugt er, hafa töluverðar hræringar verið f vaxtamálum undan- farið. Lengi hefur verið rfkjandi vandræðaástand á þessu sviði og ýmsar vaxtaákvarðanir Seðlabanka íslands hafa verið umdeildar, svo að ekki sé meira sagt. Segja má að vaxtaákvörðun bankans frá 20. des. 1984 um dráttar- vexti innan og utan innlánsstofnana hafi verið sá dropi sem fyllti mælinn. L.M.F.Í. lét málið til sín taka og að beiðni stjórnarinnar gerði laganefnd fé- 130

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.