Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 31
list, sé heimilt að breyta því án samþykkis höfundar, að því leyti sem það verði talið nauðsynlegt végna afnota þess eða af tæknilegum ástæðum. Samkvæmt ofangreindu ákvæði er eiganda heimil breyting, ef hann getur fært fram þær ástæður, sem tilgreindar eru í ákvæðinu. Sá fyr- irvari er þó gerður, að breytingarnar séu nauðsynlegar. í greinargerð með frumv. til höfl. segir, að meta verði hverju sinni, hvort megi sín meira tillitið til hagsmuna höfundar, og þá einkum réttar hans eftir 4. gr., eða tillitið til hagsmuna eiganda, sem venjulega séu fjárhags- legs eðlis. Við matið komi m.a. til greina, hvort eiganda sé unnt að bæta úr þörf sinni með öðrum hætti og hver kostnaðarauki verði af því. (Sjá Alþt. 1971, A-deild, bls. 1287-1288). Með hliðsjón af for- takslausu orðalagi 1. málsgr. 13. gr. verður að skýra ákvæðið svo, að eiganda séu jafnan heimilar breytingar af þeim ástæðum, sem til- greindar eru, og að á hagsmunamat reyni því aðeins, að þar sé kostur tveggja eða fleiri úrræða. 1 greinargerð með frumv. til höfl. kemur skýrt fram, að ákvæði 13. gr. girði ekki fyrir það, að mannvirki sé rifið. (Sjá Alþt. 1971, A-deild, bls. 1288). 7.2.2. Nytjalist. Samkvæmt 2. málsgr. 13. gr. er heimilt án samþykkis höfundar að breyta munum, sem verndar njóta eftir reglum um nytjalist. Slíkum breytingum eru engar skorður settar. Ekki kemur fram af orðalaginu, að þessi heimild sé veitt eiganda einum, svo sem orðalag höfundalaga á Norðurlöndum bendir annars til. Rétt virðist þó að skýra 13. gr. þrengjandi að þessu leyti. Samkvæmt því njóta framleiðendur ekki umræddrar heimildar. 7.3. Eintakagerð til einkanota, sbr. 11. gr. höfl. Svo sem fyrr er að vikið, gildir sú meginregla í höfundarétti, sbr. 3. gr. höfl., að höfundur hafi einkarétt til að gera eintök af verki sínu. Veigamesta undantekningin frá þeirri reglu er í 11. gr. höfl., en sam- kvæmt ákvæðum 11. gr. er hverjum manni heimilt að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu. Enginn má þó gera eða láta gera fleiri en þrjú slík eintök til notkunar í atvinnu sinni. Umrædd undan- tekningarheimild er bundin frekari takmörkunum. Bann er lagt við mannvirkjagerð eftir verki, sem nýtur verndar eftir reglum um bygg- ingarlist, og eigi má leita aðstoðar annarra við eftirgerð verka, sem 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.