Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 52
eintaks af því. Það hefur praktíska þýðingu hvernig litið er á þessa
notkun þegar taka þarf afstöðu til þess hvaða notkun verkanna er
heimil án samþykkis höfundar með stoð í II. kafla höfl. Þegar ákvæði
þessa kafla eru athuguð kemur í ljós, að eina ákvæðið varðandi sýn-
ingu sem er heimil án samþykkis höfundar er 25. gr. og hún á einungis
við um myndlistarverk. Opinber flutningur bókmenntaverka er hins
vegar heimilaður í 21. gr. Við fyrstu sýn virðist því hentugast að
telja framköllun á skjá falla undir flutning. Að mínu mati er þessi
niðurstaða einnig fræðilega rétt. Ástæða þess er ekki einungis sú að
sýning eintaka af hugverkum hefur hingað til verið raunhæfust um
myndlistarverk, en það má einnig hugsa sér að blaðsíður með texta
séu sýndar með aðstoð skyggna, kvikmynda og sjónvarps. Aðalrökin
þykja mér hins vegar felast í því að sýning hefur hingað til verið
talin tengjast skynjun sem fer fram í einu vetfangi, en flutningur
verið settur í samband við skynjun sem á sér stað smám saman.
Skynjun verkanna í upplýsingabankanum fer einmitt fram smám
saman með því að birta hvern hluta þeirra á fætur öðrum á skjánum.
Út af fyrir sig mætti þá hugsa sér að hver einstök mynd á skjánum
fæli í sér sýningu. Bing1) og Olsson2) hafa einnig komist að þeirri
niðurstöðu að framköllun á skjá falli undir flutning.
Hugtakið opinber flutningur þarfnast athugunar í þessu sambandi.
Flutningur verka sem skráð eru í upplýsingabanka fer fram með öðr-
um hætti en við eigum að venjast, végna þess að verkin eru tiltæk
fyrir einstaka notendur þegar þeir þurfa á þeim að halda í stað þess
að þau séu flutt fyrir ákveðinn hóp. Það er þess végna eðlilegra að
leggja hina mögulegu notkun til grundvallar í stað raunverulegrar
notkunar. Hvort flutningur er opinber fer þá m.a. eftir því hve stór
hópur fólks hefur aðgang að upplýsingabankanum og hvernig sá hóp-
ur er samsettur. Lögmaður sem skráir fræðigreinar til nota; í starfi
sínu mætti t.d. varla veita öllum félagsmönnum Lögmannafélagsins að-
gang að upplýsingabanka þar sem verndað efni er skráð.
Hin fjárhagslegu réttindi höfundaréttarins eru ekki þau einu sem
unnt er að skerða með tölvuvinnslu. Takist einhverjum að breyta
verkum sem eru skráð í upplýsingabankann, getur hann brotið gegn
4. gr. höfl. um sæmdarrétt. Hafi upplýsingar verið þurrkaðar út, t.d.
úr ritaskrá, í því skyni að hindra sölu verka ákveðins höfundar, yrði
1) Information Law, bls. 87.
2) Bls. 111-112.
122