Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 52
eintaks af því. Það hefur praktíska þýðingu hvernig litið er á þessa notkun þegar taka þarf afstöðu til þess hvaða notkun verkanna er heimil án samþykkis höfundar með stoð í II. kafla höfl. Þegar ákvæði þessa kafla eru athuguð kemur í ljós, að eina ákvæðið varðandi sýn- ingu sem er heimil án samþykkis höfundar er 25. gr. og hún á einungis við um myndlistarverk. Opinber flutningur bókmenntaverka er hins vegar heimilaður í 21. gr. Við fyrstu sýn virðist því hentugast að telja framköllun á skjá falla undir flutning. Að mínu mati er þessi niðurstaða einnig fræðilega rétt. Ástæða þess er ekki einungis sú að sýning eintaka af hugverkum hefur hingað til verið raunhæfust um myndlistarverk, en það má einnig hugsa sér að blaðsíður með texta séu sýndar með aðstoð skyggna, kvikmynda og sjónvarps. Aðalrökin þykja mér hins vegar felast í því að sýning hefur hingað til verið talin tengjast skynjun sem fer fram í einu vetfangi, en flutningur verið settur í samband við skynjun sem á sér stað smám saman. Skynjun verkanna í upplýsingabankanum fer einmitt fram smám saman með því að birta hvern hluta þeirra á fætur öðrum á skjánum. Út af fyrir sig mætti þá hugsa sér að hver einstök mynd á skjánum fæli í sér sýningu. Bing1) og Olsson2) hafa einnig komist að þeirri niðurstöðu að framköllun á skjá falli undir flutning. Hugtakið opinber flutningur þarfnast athugunar í þessu sambandi. Flutningur verka sem skráð eru í upplýsingabanka fer fram með öðr- um hætti en við eigum að venjast, végna þess að verkin eru tiltæk fyrir einstaka notendur þegar þeir þurfa á þeim að halda í stað þess að þau séu flutt fyrir ákveðinn hóp. Það er þess végna eðlilegra að leggja hina mögulegu notkun til grundvallar í stað raunverulegrar notkunar. Hvort flutningur er opinber fer þá m.a. eftir því hve stór hópur fólks hefur aðgang að upplýsingabankanum og hvernig sá hóp- ur er samsettur. Lögmaður sem skráir fræðigreinar til nota; í starfi sínu mætti t.d. varla veita öllum félagsmönnum Lögmannafélagsins að- gang að upplýsingabanka þar sem verndað efni er skráð. Hin fjárhagslegu réttindi höfundaréttarins eru ekki þau einu sem unnt er að skerða með tölvuvinnslu. Takist einhverjum að breyta verkum sem eru skráð í upplýsingabankann, getur hann brotið gegn 4. gr. höfl. um sæmdarrétt. Hafi upplýsingar verið þurrkaðar út, t.d. úr ritaskrá, í því skyni að hindra sölu verka ákveðins höfundar, yrði 1) Information Law, bls. 87. 2) Bls. 111-112. 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.