Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 59
Talið frá vinstri: Eiríkur Tómasson gjaldkeri, Páll A. Pálsson varaformaður,
Jón Steinar Gunnlaugsson formaður, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ritari, Björg-
vin Þorsteinsson meðstjórnandi, Hafþór Ingi Jónsson framkvæmdastjóri.
Stjórnarfundir voru haldnir reglulega hvern miðvikudag nema yfir hásumarið
og um stórhátíðir. Alls voru haldnir 39 stjórnarfundir og 235 málsatriði bókuð.
Eins og venjulega fór mikill hluti af starfstíma stjórnarinnar í afgreiðslu ým-
iss konar kæru- og ágreiningsmála, er fyrir hana voru lögð. Alls bárust 25
slík mál frá aðalfundi 1984, eða 14 færri en árið á undan. Þessi mál voru mis-
jafnlega umfangsmikil, en afgreiðsla þeirra var með þeim hætti, að úrskurðir
voru kveðnir upp í 2 málum, 1 mál var afgreitt með álitsgerð, 2 mál voru aft-
urkölluð, 1 máli lauk með sátt, 1 máli var vísað frá, 17 voru felld niður og 1
máli var ólokið. Hvorugur úrskurður stjórnarinnar var kærður til Hæstaréttar.
Dagana 5. og 6. sept. s.l. héldu stjórnir lögmannafélaga á Norðurlöndum
furid í Reykjavík, en slíkir fundir eru haldnir annað hvert ár til skiptis í lönd-
unúm fimm. Hefur L.M.F.Í. tekið þátt í þessu norræna samstarfi lögmannafé-
laga frá 1959.
Snemma sumars 1984 barst L.M.F.Í. boð frá bandaríska lögmannafélaginu
(American Bar Association — ABA) um að formaður og framkvæmdastjóri
kæmu á ársfund félagsins í Chicago, sem haldinn var síðar um sumarið. Til-
drög boðsins voru þau að á ársfundi félagsins 1983 var samþykkt að beita
sér fyrir því að efla alþjóðlegt samstarf lögmanna. Var síðan með hliðsjón
af þessari samþykkt ákveðið að bjóða fulltrúum lögmanna frá um 40 ríkjum
úr öllum heimshornum á ársfund félagsins 1984. Hvorki formaður né fram-
kvæmdastjóri gátu þekkst þetta ágæta boð, en Páll A. Pálsson hrl., vara-
formaður L.M.F.f., sótti fundinn af hálfu L.M.F.I.
Fréttabréf félagsins kom út 5 sinnum á starfsárinu. Birtast þar m.a. úr-
skurðir og álitsgerðir stjórnarinnar, sem talið er að hafi almennt gildi fyrir
129