Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 43
til handa þeim, sem misgert er við. Eftir því sem við á, er upptakan
gegn endurgjaldi eða án þess. í stað upptöku hafa dómstólar heimild
til að ákveða, að munir séu ónýttir eða gerðir óhæfir til ólöglegra nota,
sbr. nánar 55. gr. höfl.
9.3. Fébætur.
1 1. málsgr. 56. gr. höfl. er tekið fram, að um bætur fyrir fjártjón
vegna saknæms brots á höfl. fari eftir almennum reglum. Er ljóst, að
bótaskilyrði eru rýmri en refiskilyrði, þar sem brot telst saknæmt, ef
gáleysi liggur fyrir, þótt eigi sé það stórfellt.
Samkv. 2. málsgr. 56. gr., sbr. 7. gr. laga nr. 78/1984, skal dæma
miskabætur úr hendi þess, sem raskað hefur rétti höfundar með ólög-
mætri háttsemi. Ef um miska er að ræða, á höfundur því fortakslaust
bótarétt, en fyrir gildistöku laga nr. 78/1984 var aðeins heimild til
að dæma slíkar bætur. Þá hafa bótaskilyrði verið rýmkuð miðað við
það, sem áður var, en þá var því aðeins heimild til að dæma miska-
bætur, að um refsiverða háttsemi væri að ræða. Sjá hér hrd. 50.1358.
1 3. málsgr. 56. gr. er sérstæð bótaregla, eins konar auðgunan-egla.
Segir þar, að heimilt sé að dæma þeim, sem misgert er við, bætur úr
hendi þess, sem réttarröskun olli, þótt hann hafi gert það í grand-
leysi. Ekki mega bætur þó nema hærri fjárhæð en ávinningi hans af
brotinu.
10.0. RÉTTARFAR.
Brot á höfl. sæta opinberri ákæru að kröfu þess, sem misgert er við,
nema mikilvægir almannahagsmunir krefjist málshöfðunar, sbr. 1.
málsgr. 59. gr. höfl., svo sem því ákvæði var breytt með 8. gr. laga nr.
78/1984. Ekki er fortakslaust skylt að höfða mál, þótt krafa komi
um það frá réttum aðila. Handhafi ákæruvalds hefur hér svigrúm til
ákyörðunar í samræmi við almennar reglur. Hins vegar er gengið út
frá því, að alvarleg og meiri háttar brot sæti jafnan opinberri ákæru.
Tekið er fram í 1. málsgr. 59. gr., að málshöfðun skuli jafnan heimil
þeim, sem misgert er við. Ef ekki verður af opinberri ákæru, getur
höfundur því höfðað mál sjálfur og sömuleiðis, ef opinbert mál fellur
niður.
í 2. málsgr. 59. gr., sbr. 8. gr. laga nr. 78/1984, er tekið fram,
hverjir fari með fyrirsvar út af brotum á höfundarrétti, að höfundi
látnum.
Um frest til höfðunar refsimáls á grundvelli 54. og 59. gr. höfl. ber
að beita 29. gr. almennra hegningarlaga, sbr. hrd. 50.1358.
113