Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 49
Krafa höfundaréttar um sjálfstæða sköpun leiðir til þess að höf- undarétturinn er í upphafi eign höfundar. Vinnuveitandi getur hins vegar eignast höfundarétt með samningi við höfundinn. Spurningin verður því sú að hve miklu leyti starfsmaður hafi, með því að ráða sig í vinnu hjá vinnuveitanda, framselt vinnuveitandanum þann rétt sem hann kann að öðlast yfir hugbúnaði sem hann vinnur í vinnunni. Þótt aðilar ræði þetta atriði ekki sérstaklega við ráðningarsamning- inn er almennt álitið að starfsmaður geti hafa framselt höfundarétt sinn. I mjög stuttu máli má orða reglu um það í hve miklum mæli þetta gerist a þá leið að vinnuveitandinn öðlist þann rétt yfir hugverki sem honum er nauðsynlegur í venjubundnum rekstri fyrirtækisins. Það sem úrslitum ræður að því er tölvuhugbúnað varðar er því einkum hvort aðalverksvið starfsmannsins var að vinna að hugbúnaðargerð og hvort rekstur vinnuveitandans byggist fyrst og fremst á að nýta þessa fram- leiðslu. Gildistími höfundaréttar að tölvuhugbúnaði er að sjálfsögðu sá sami og fyrir önnur hugverk, 50 ár frá dauða höfundar. Margir hafa bent á að tölvuhugbúnaður sé fljótur að úreldast og það sé því ástæðulaust að hindra sköpun nýrra verka með því að hafa gildistímann jafnlang- an og fyrir önnur hugverk. Að mínu mati eiga þessi rök ekki frekar við um tölvuhugbúnað en t.d. nytjalist, sem nýtur sama verndartíma og önnur hugverk. I uppkastinu sem WIPO hefur samið er gert ráð fyrir að gildistími verði 20 ár frá fyrstu notkun eða frá því þegar hugbúnaðurinn var settur á markað en fari þó aldrei fram úr 25 árum frá tilurð hans. Áður en ég segi skilið við tölvuhugbúnaðinn langar mig að nefna bandarískan dóm, sem var kveðinn upp af District Court for the Northern District of Illinois á árinu 1983.1) Framleiðandi Pac-Man tölvuspila höfðaði mál á hendur aðila sem leigði aðgang að spilinu. Sá hafði breytt spilinu og gert það flóknara til að hindra að hægt væri að spila í langan tíma fyrir sömu myntina. Þetta var gert með því að 89 % skipana í nýja spilinu voru þær sömu og í upprunalega spilinu og þótti það nægja til að höfundarétturinn að upprunalega forritinu væri skert- ur. Nú var það svo, að þær skipanir sem breytt var voru skipanir sem réðu útliti fígúranna í leiknum. Aðalmálsástæða sækjandans náði því ekki fram að ganga, en hún var sú að höfundarétturinn að leiknum sem slíkum hefði verið skertur. Aðrir bandarískir dómar hafa hins vegar staðfest það að kubbarnir með forritunum, sem stýra tölvu- 1) Málið Midvvay Manufacturing Company v. Strohon, 564 F. Supp. 741 (N.D. 111., 1983), sjá 31 J. Copr. Society, 211-217, (1983). 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.