Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 27
kvarða. Mestu máli skiptir, hvort raskað hefur verið aðalefni, boð-
skap, listgildi, meginskipan eða heildarsvip verks. Slíkar skerðing-
ar geta bitnað á verki höfundar með ýmsum hætti, t.d. við breytingu
á eintaki verks, við eintakagerð, við aðlögun verks, við flutning verks
o. s. frv.
Að því er varðar breytingar á eintaki verks, þá reynir helst á um-
ræddar reglur við breytingar á myndlistarverkum, einkum við breyt-
ingar á frumverkinu sjálfu, og við breytingar á byggingarlist. Þess
ber að gæta, að eigendur mannvirkja, sem njóta verndar sem bygg-
ingarlist, og muna, sem verndaðir eru sem nytjalist, hafa rúma heim-
ild til breytinga, sbr. 13. gr. höfl. Eyðilegging eintaka af verki fer
almennt ekki í bága við sæmdarrétt höfundar.
Aðlögun verks felur óhjákvæmilega í sér breytingu á frumverk-
inu. Ef höfundur verks hefur á annað borð heimilað aðlögun þess í
einhverju tilliti, verður hann að sætta sig við breytingar, sem eru
eðlileg afleiðing breyttrar gerðar. Hér sem endranær verður að hyggja
að þeim samningum, sem höfundur hefur gert og varða verk hans.
Þótt engar breytingar hafi verið gerðar á verki sem slíku, kunna
aðstæður við birtingu þess að vera þær, að höfundarheiður sé skertur.
Er slík meðferð verks einnig óheimil.
6.2. Fjárhagsleg réttindi höfundar.
Sjá greinargerð með frv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1277 og 1278-1280, Bernitz
o.fl.: Immaterialratt, bls. 35-45, Olsson: Copyright, bls 27-32, Weincke: Ophavsret, bls.
52-59, Bergström: Larobok i npphovsratt, bls. 22-24 og 28-31, Karnell: Upphovsrattslig
offentlighet och framföranderatt í NIR 1973, bls. 266 o.áfr., og Videogramspridning och
upphovsratt í NIR 1982, bls. 276 o.áfr.
1 1. gr. höfl. segir, að höfundur eigi „eignarrétt“ á verki sínu. Sam-
kvæmt greinargerð með frumv. til höfl. leiðir af þessu ákvæði, að
höfundur njóti þeirra umráðaheimilda, sem almennt fylgi eignar-
rétti, og er þar hafður í huga eignarréttur að líkamlegum hlut. Þrátt
fyrir þetta almenna ákvæði sé þó rétt að hafa í lögunum sérstakt
ákvæði um rétt höfundar til eintakagerðar og birtingar, sbr. 3. gr.,
enda sé þar um aðalinntak höfundarréttar að ræða, sbr. nánar Alþt.
1971, A-deild, bls. 1280.
Samkvæmt framansögðu láta íslensku höfl. ekki við það sitja, að
höfundum sé veittur réttur til eintakagerðar og birtingar, heldur
setja fram þá grundvallarreglu, að höfundur hafi einkarétt til hvers
konar nota og ráðstöfunar verks síns. Við nánari skýringu þessarar
víðtæku meginreglu geta ýmis álitamál risið.
Heimildir höfundar til fjárhágslegrar nýtingar verks má flokka
97