Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 28
með ýmsum hætti. 1 2. og 3. gr. höfl. er greint milli tveggja flokka heimilda. Er þar um að ræða rétt höfundar til að gera eintök af verki sínu og rétt hans til að birta verk sitt opinberlega. 6.2.1. Einkaréttur til eintakagerðar. f 1. málsgr. 2. gr. höfl. er skýrt, hvað sé eintakagerð. Segir þar, að það sé eintakagerð, þegar hugverk sé tengt hlutum, einum eða fleiri, sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1279. Eintakagerð nær bæði til frum- gerðar verks, svo sem málverks eða handrits bókmenntaverks, og til hvers konar síðari eftirgerða. Umræddur réttur höfundar nær ekki aðeins til nákvæmrar eftir- gerðar í þrengri merkingu, heldur einnig til eftirgerðar af verkinu í breyttri mynd þess eða breyttum formum. Þannig nær einkaréttur höfundar til þýðingar rits og annarra aðlagana, ljósmyndunar eða eftirprentunar málverks, ljósmyndunar byggingar, sem nýtur vernd- ar sem byggingarlist, og hvers konar upptöku verks á hljóðrit eða myndrit, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Um eintakagerð er að ræða, þótt hún beinist einungis að hluta verks. Gagnstætt því, sem á við rétt til birtingar verks, er einkaréttur til eintakagerðar ekki tengdur opinberri kynningu eða dreifingu verksins. 6.2.2. Einkaréttur til birtingar. I 3. gr. höfl. ségir, að höfundur hafi einkarétt til að birta verk sitt í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum. Sam- kvæmt 3. málsgr. 2. gr. höfl. telst verk birt, þegar það er með réttri heimild flutt eða sýnt opinberlega eða eintök af því hafa verið gefin út. Utgáfa er því ein tégund birtingar og er skýrt í 2. málsgr. 2. gr., hvað sé útgáfa. Einkaréttur höfundar til birtingar í ofangreindum skilningi höfl. felur í fyrsta lagi í sér einkarétt til hvers konar opinbers flutnings og dreifingar verks til almennings. 1 öðru lagi felur hann í sér einkarétt til dreifirigar eintaka af verki til almennings, svo sem með sölu, leigu eða láni, og í þriðja lagi einkarétt til að sýna eintak af verki opin- berlega. Einkaréttur höfundar til birtingar nær aðeins til opinbers flutnings og opinberrar dreifingar verks. Ekki þarf leyfi til þess, sem nefnt hef- ur verið einkabirting verks. Miklu skiptir því, hvernig mörk eru dreg- in milli einkabirtingar og opinberrar birtingar. Gilda þar að einhverju leyti mismunandi sjónarmið eftir því, hvaða birtingarháttur á hlut að máli. Er fyrst og fremst ástæða til að greina á milli flutnings verks 98

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.