Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 15
alþjóðlegri vernd aldrei verið brýnni en nú á síðustu tímum vegna hinna stórstígu tækniframfara, sem auðvelda í sívaxandi mæli víðtæk og fjölbreytt not hugverka. Af alþjóðasamningum skiptir Bernarsáttmálinn mestu máli. Frum- gerð hans er frá 1886, en síðar hafa verið gerðar víðtækar breytingar og endurbætur á honum á alþjóðaráðstefnum, nánar tiltekið í París 1896, Berlín 1908, Ptóm 1928, Brussel 1948, Stokkhólmi 1967 og París 1971. ísland er aðili Bernarsáttmálans í Rómargerð hans, að því er rétt- arvernd varðar. Eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar gengust Sameinuðu þjóðirnar fyrir því, að gerður yrði nýr alþjóðasáttmáli um höfundarrétt, eink- um í því skyni að ná til ríkja, sem af einhverjum ástæðum vildu ekki gerast aðilar að Bernarsáttmálanum. Náðist samkomulág um slíkan sáttmála í Genf 1952. Hann gekk síðan í gildi árið 1955. Hefur ísland gerst aðili að sáttmála þessum, sem í daglegu tali er kallaður Genfar- sáttmálinn. Bernarsáttmálinn skiptir meira máli, þar sem hann er ítarlegri og nákvæmari, og hann gildir auk þess í skiptum ríkja, sem eru bæði að- ilar að honum og Genfarsáttmálanum. Rómarsáttmálinn frá 1961 veitir vernd listflytj endum, hljóðrita- framleiðendum og útvarpsstofnunum. Island hefur ekki enn gerst að- ili að þessum sáttmála. Einnig má hér nefna sáttmála frá 1971 um vernd til handa fram- leiðendum hljóðrita gegn ólögmætri eftirgerð hljóðrita, Evrópusátt- mála frá 1960 um vernd sjónvarpssendinga og sáttmála frá 1974 urn dagskrársendingar frá gervihnöttum. Loks er þess að geta, að samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna frá 16. desember 1966 um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi er skylt að viðurkenna rétt sérhvers manns „til þess að njóta ábata af verndun andlegra og efnahagslegra hagsmuna, sem hljóta má af vís- indalegum, bókmenntalegum og listrænum verkum, sem hann er höf- undur að,“ sbr. c-lið 1. málsgr. 15. gr. 4.0. HAGSMUNIR, SEM NJÓTA VERNDAR SAMKV. HÖFL. Sjá nánar Bergström: Larobok i upphovsratt, bls. 17 o.áfr., Weincke: Ophavsret, bls. 32 o. áfr., Olsson: Copyright, bls. 14 o.áfr., Bernitz o.fl.: Immaterialrátt, bls. 23 o.áfr., og Hesser: Rátten till text och bild, bls. 7 o.áfr. Um fræðileg grundvallaratriði sjá einkum Alf Ross: Ophavsrettens grundbegreber í Tfr 1945, bls. 321 o.áfr., Bergström: „Uteslutande rátt att förfoga över verket" (1954), Koktvedgaard: Immaterialretspositioner (1965); Strömholm: Upphovsrattens verksbegrepp (1970) og Karnell: Begreppet verk i upphovsrátten í NIR 1971, bls. 368 o.áfr. 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.