Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 54
á að kynna sér efni hans, en að efni bankans sé ekki gefið út fyrr en útskriftum úr honum er dreift. Hvaða afleiðingar hefur það í för með sér að upplýsingabanki er ekki gefinn út um leið og skráning upplýs- inga fer fram? Á að líta svo á að verndin stofnist alls ekki eða að verndin haldist endalaust á þeim hlutum hans sem aldrei eru gefnir út? Fyrri lausnin er í ósamræmi við það meginsjónarmið höfunda- réttarins að verndin stofnist um leið og verk hefur orðið til og sú síðari er í hæsta máta óeðlileg. Það að miða gildistíma verndarinnar við birtingu í stað útgáfu myndi leysa þetta vandamál. Annað vandamál varðandi verndina er að upplýsingabankinn er að- eins verndaður gegn eftirgerð. Notkun skráa, sem þar eru geymdar. með því að kalla þær fram á skjá nýtur engrar verndar. í þessu yfirliti hefur verið stiklað á stóru um höfundarétt og tölvur. Nefna mætti fleiri spurningar sem tölvutæknin vekur, t.d. varðandi hugverk sem beinlínis eru samin með aðstoð tölvu. Álitamál geta risið um hverjir séu höfundar myndlistarverka og tónverka sem þannig eru samin, hvort það séu höfundar tölvuforritsins, sem notað er, eða hvort það séu þeir sem nota forritin. Tilkoma tölvutækninnar krefst þess vart að róttækar breytingar verði gerðar á höfundaréttinum. Tölvuhugbúnaður fellur inn í kerfi höfundalaganna sem bókmenntaverk. 1 raun munu vandamál sem snerta upplýsingabankana snúast um gjaldtöku fyrir notkun hugverka. Erfitt er að draga upp ákveðnar línur um hversu víðtæk ákvæði um afnotakvaðir skuli vera, þ.e. ákvæði sem heimila notkun án samþykkis höfundar, en gegn gjaldi, meðan ekki er mikið vitað um hvaða sam- keppni skráning í upplýsingabanka mun veita annarri notkun á verk- um höfunda. Helstu óleystu vandamálin á þeim sviðum sem ég hef fjallað um tel ég frekar tengjast vernd upplýsingabankanna sjálfra. HEIMILDIR Bing, Jon: Oppliavsrettslige aspekter ved datamaskinbaserte informasjonssystemer, birt x Complex 14/83, Utvalgte emner i jus og EDB, bls. 99-156. Bing, Jon: Information Law, birt í Complex 14/83, Utvalgte emner i jus og EDB, bls. 77-97. Kolle, Gert: Computer Software Protection — Present Situation and Future Prospects, Copyright 1977, bls. 70-79. Koktvedgaard, Mogens: Retsbeskyttelse af EDB-programmer, U 1983 B, bls. 317-326. Olsson, Agne Henry: Datorerna och det intellektuella rattsskyddet, NIR 1981, bls. 106-119. Patry, William: Electronic Audiovisual Games: Navigating the Maze of Copyright, 31 J. Copr. Soc’y 1-56 (1983). Ulmer, Eugen: Automatic and, in particular, computerized information and documentation systems and the copyright law, Copyright 1975, bls. 239-246. Ulmer, Eugen; Kolle, Gert: Copyright Protection of Computer Programs, 14 IIC 159-189 (1983). 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.