Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Síða 23
4.6. Vernd titla, gervinafna og merkja samkv. 51. gr. höfl. Sjá greinargerð með-frv. til liöfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1306, Weincke: Ophavsret, bls. 45-46, Olsson: Copyright, bls. 111-112, og Hesser: Ratten till text ocb bild, bls. 48-49. 51. gr. fjallar um vernd titils, gervinafns eða merkis á birtu verki. Er öðrum óheimilt að birta verk með sams konar auðkenni eða svo áþekku, að líklegt sé að villst verði á verkunum eða höfundum þeirra. Þessi vernd ber í sjálfu sér fremur einkenni samkeppnisréttar og vöru- merkja en höfundaréttar. Þótt ekki sé það tekið fram berum orðum í 51. gr., verður auðkenni að hafa nokkur sérkenni til að njóta þessarar verndar. Rétt er að minna á, að titill getur notið verndar höfundaréttar með venjulegum hætti, ef titill telst verk í skilningi höfl. 4.7. Almenn menningarvernd samkv. 53. gr. höfl. Sjá greinargerð með frv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1306, Weincke: Opbavsret, bls. 63-65, Olsson: Copyright, bls. 113-114. Samkvæmt 1. málsgr. 53. gr. g'ilda ákvæði 2. málsgr. 4. gr., er fjalla um sæmdarrétt höfundar, einnig um bókmenntaverk og listaverk, sem ekki eru háð höfundarrétti. Mál skal höfða eftir kröfu menntamála- ráðherra, enda telji hann þess þörf vegna tillits til almennrar menn- ingarverndar, sbr. 2. málsgr. 53. gr. Hér má einnig nefna lög nr. 7/ 1983 um þjóðsöng Islendinga. 4.8. Önnur framlög. Enda þótt framlög séu ekki þannig vaxin, að þau njóti verndar sam- kvæmt þeim reglum, er nefndar hafa verið hér að framan, sbr. 4.1.-4.7., geta aðrar réttarreglur komið til álita, svo sem reglur um samkeppni og refsilög, svo og samningar. 5.0. HÖFUNDUR VERKS. Sjá greinargerð með frv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1276-1277 og 1282-1283, Bernitz o.fl.: Immaterialratt, bls. 33-35, Olsson: Copyright, bls. 23-26, Weincke: Ophavsret, bls. 49-51, Stuevold Lassen: Sameie i opphavsrett og i opphavsrettslige „naboretter" í Tfr. 1983, bls. 324 o.áfr. 5.1. Grundvallarsjónarmið. Höfundur verks er sá einstaklingur, sem hefur skapað verkið. Sú er grundvallarregla ísl. höfl., að höfundarréttur stofnist jafnan í upp- hafi til handa höfundi einum. Ópersónulegir aðilar geta því aldrei verið höfundar að höfundarétti. Höfundur hefur hins vegar mjög rúma 93

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.