Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 62
Ávíð og dreif ÞANKABROT UM NÝSTOFNAÐ EMBÆTTI RÍKISLÖGMANNS Hinn 1. janúar 1986 ganga í gildi lög nr. 51/1985 um ríkislögmann. Embætti ríkislögmanns er sjálfstæð stofnun, er heyrir undir fjármálaráðherra. Ftáða má að embætiinu allt að þrjá aðra lögfræðinga, auk þess sem ríkislögmaður getur falið hæstaréttar- eða héraðsdómslögmönnum utan embættisins með- ferð einstakra mála, sbr. nánar 3. gr. Verkefni embættisins eru þessi: a) Vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum, sem höfðuð eru á hendur ríkinu, og sókn einkamála, sem ríkið höfðar á hendur öðrum. b) Kröfugerð fyrir hönd ríkisins á einkaréttarkröfum í opinberum málum. c) Uppgjör bótakrafna, sem beint er að ríkissjóði. d) Lögfræðilegar álitsgerðir fyrir einstaka ráðherra. e) Aðstoð við vandasama samningagerð á vegum ríkisins. í 4. mgr. 2. gr. eru allmargir málaflokkar og ríkisstofnanir undanskildar, sumpart þannig að viðkomandi stofnun eða ráðherra er heimilað að leita at- beina ríkislögmanns. Síðastgreind tilhögun á samkvæmt greinargerð einnig við um „hinar sjálfstæðustu rlkisstofnanir“ (stofnanir í B-hluta fjárlaga og rlkisstofnanir utan fjárlaga). Nauðsynlegt hefði verið að taka þetta fram í lögunum sjálfum, ef binda átti ríkislögmann að þessu leyti, en auðvitað getur ríkislögmaður í framkvæmd farið eftir þessari ábendingu í greinargerð. Stofnun sérstaks ríkislögmannsembættis er út af fyrir sig eðlilegt fram- hald af þróun þessa máls I Stjórnarráðinu að undanförnu, síðast með breyt- ingu hinn 6. mars 1984 á rgj. nr. 96/1969 um Stjórnarráð íslands. Þar var ákveðið að fela sérstökum ríkislögmanni málflutning fyrir ríkissjóð. Á hinn bóginn má benda á gild rök gegn sérstakri ríkisstofnun af þessu tagi. í umsögn stjórnar Lögmannafélags íslands frá 15. maí 1985 segir m.a.:1) 1. Stjórnin telur ekki vera þörf á, að komið sé á fót sérstakri stofnun til að annast málflutning fyrir ríkið, svo sem frumvarpið ráðgerir. Geta sjálfstætt starfandi lögmenn hæglega annast þennan málflutning. Má jafnvel ætla, að það sé heppilegt fyrir ríkið að nota málflutningsmenn, sem einnig hafa reynslu af málflutningi fyrir aðra. Og víst er það hollt fyrir sjálfstæða mál- flytjendur að eiga þess kost að flytja öðru hverju mál fyrir opinbera aðila og kynnast þeirri hlið mála I starfi. Er ekki ólíklegt, að slíkt geti, þegar til lengri tíma er litið, aukið líkur fyrir sáttalausnum í málum einstaklinga gegn ríkinu. Hvað sem þessu líður hljóta menn jafnan að þurfa að huga 1) Fréttabréf L.M.F.Í., 3. tbl. 4. árg. 1985, bls. 13-15. 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.