Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 51
Eldri bandarískur réttur hafði hins vegar litið svo á, á grundvelli dóms hæstaréttar frá árinu 1908,að til að um eintak væri að ræða þyrfti að vera unnt að skynja verk sjónrænt með aðstoð þess. Svara þai'f þeirri spurningu hvort alltaf eigi að leita leyfis til skrán- ingar verka í tölvur. Ljóst er að skráning texta í fullri lengd krefst alltaf leyfis, svo framarlega sem um vernduð verk er að ræða. Skv. 9. gr. höfl. njóta lög, reglugerðir, dómar og önnur gögn gerð af opin- berri hálfu ekki höfundaréttarverndar. Þessi grein hindrar að sjálf- sögðu ekki að sá sem reifar dóma og gefur út í dómasafni njóti höf- undaréttar að safninu. Á mörgum sviðum er raunhæfara að útdrættir úr verkum séu skráð- ir í stað verkanna sjálfra. Skráning útdrátta sem höfundur hefur sjálfur samið þarfnast samþykkis hans á sama hátt og um sjálfan textann væri að ræða. 1 sumum tilfellum væri unnt að líta svo á að höfundur hefði veitt þegjandi samþykki sitt. Þá á ég t.d. við útdrætti sem birtast í lok tímaritsgreina. Plvort skráning útdrátta sem annar en höfundur hefur samið telst aðlögun skv. 5. gr. höfl. og krefst þar með samþykkis höfundar, fer eftir því að hve miklu leyti útdrættinum er ætlað að koma í stað frumtextans, lengd hans í hlutfalli við frum- textann, hve mikið persónulegt framlag höfundarins var við gerð út- dráttarins o.s.frv. Við gerð ýmissa skráa, t.d. ritaskráa, er heimilt án samþykkis að skrá upplýsingar um titla, höfund, útgefanda, útgáfustað og -ár, hvar bók eða grein er að finna og lágmarksupplýsingar um efni verksins. Skráning getur verið leyfileg á grundvelli 11. gr. höfl. um eintaka- gerð til einkanota. Undir þetta fellur það þegar læknir eða lögmaður vill koma sér upp upplýsingabanka til að nota við starf sitt. Réttur höfundar til eintakagerðar og til að ráða yfir birtingu á verkum sínum leiðir til þess að fjölmiðlunarfyrirtæki getur ekki veitt almenningi aðgang að hinu skráða efni nema samkvæmt samningum við hann. Notkun upplýsingabanka fer bæði fram með því að taka út- skriftir og með því að kalla cfnið fram á skjá. Útskriftirnar eru ein- tök í skilningi höfundaréttar. Fyrirtækið má ekki án heimildar afhenda útskrift af verki sem notandi hefur fengið upplýsingar um í lista sem hann hefur kallað fram á skjá í stofunni hjá sér. En hvers konai' notkun er framköllun á skjá? Ekki getur það talist eintakagerð, því að ekkert varanlegt eintak verður til. Menn hefur greint nokkuð á um það hvort líta eigi á þessa notkun sem flutning verksins eða sýningu 1) White-Smith Music Publ. Co. v. Apollo Co., 20Í) U.S. 1. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.