Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 20
breytta gerð verksins gegni sérstöku hlutverki við hlið frumverksins og sé sjálf árangur sjálfstæðrar andlegrar starfsemi. Dæmi aðlagana eru þýðingar bókmenntaverks á annað tungumál, endursögn skáldsögu, leikritsbúnirigur skáldsögu, kvikmyndagerð eftir skáldsögu o.s.frv. Segja má, að á mörk aðlögunar gagnvart frumverkinu reyni með tvennum hætti. 1 fyrsta lagi þarf að líta til þess, sem áður er nefnt, hvort svo lítið kveði að breytingum, að sá, sem breytir, fái yfirleitt ekki neina sjálfstæða vernd um breytingu sína. I öðru lagi þarf að hyggja að því, hvort svo verulega kveði að breytingum, að hún sé sjálfstætt verk og óháð fyrirmyndinni. Þekkt dæmi af síðastgreindu tági er breyting Stefans Zweig á Volpone eftir Ben Jonson. Niðurstaða héraðsdóms, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar frá 19. febrúar 1953, var sú, að Stefan Zweig hefði breytt Volpone Jonsons svo mjög, bæði að formi, persónugerðum og öllum anda, að um algera endur- samningu leikritsins væri að ræða. Hefði Stefan Zweig því átt óskor- aðan rétt að leikritsgerð sinni. (Hrd. 24.130). Þegar um sjálfstæða aðlögun er að ræða, öðlast sá, sem verk aðlag- ar, höfundarrétt að hinni breyttu gerð verksins, en það haggar að sjálfsögðu ekki höfundarrétti höfundar að frumverkinu. Verður að- lögun því eigi ráðstafað nema með samþykki bæði aðlaganda og höf- undar frumverksins. 4.3. Grannréttindi höfundarréttar. Sj;í greinargcrð með frv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, ltls. 1302 o.áfr., Bernitz o.fl,: Immaterialratt, bls. 61-65, Weincke: Ophavsret, bls. 122-132, Olsson: Copyright, bls. 101 o.áfr., Bergström: Larobok i upphovsratt, bls. 57 o.áfr. Til grannréttinda höfundaréttar (droit voisins, neighbouring rights, nærstáende rettigheder, benachbarte Rechte eða verwandte Schutz- rechte) í þrengri merkingu eru venjulega talin réttindi listflytj enda, framleiðenda mynd- og hljóðrita svo og útvarpsstofnana, og er um þessi réttindi fjallað í 45.-48. gr. höfl., sbr. 3. gr. laga nr. 78/1984. Hér er um framlög að ræða, sem eru í nánum tengslum við bókmenntir og listir, og fer um vernd þeirra eftir svipuðum grundvallarreglum og gilda um höfundarréttindi, þótt í ýmsu tilliti sé um frávik að ræða. Er þar einkum að nefna, að rétthöfum eru aðeins veittar afmarkaðar heimildir, sem sérstaklega eru taldar í nefndum ákvæðum höfl. og að verndartími er 25 ár. Vernd útlendinga er takmörkum háð, sbr. 61. gr. höfl. og 9. gr. laga nr. 78/1984. Úr slíku er Rómarsáttmálanum frá 1961 ætlað að bæta. Hann fjallar um vernd þessara rétthafa, en þó ekki framleiðenda myndrita. 90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.