Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 34
staka þætti úr verkinu fylgja með í sýningu viðburðarins eða í frá- sögn af honum, sbr. 3. málsgr. 15. gr. höfl. Tekið er fram í greinar- gerð með frv. til höfl., að í frásögn um dægurviðburðinn eða sýningu hans verði hlutur verksins að vera aukaatriði. Ella þurfi að leita sam- þykkis höfundar og greiða honum þóknun eftir venjulegum reglum. (Sjá Alþt. 1971, A-deild, bls. 1289). 7.6. Myndun bygginga og listaverka, sem eru á almannafæri utanhúss. Samkv. 16. gr. höfl. er heimilt að taka og birta myndir af bygging- um svo og listaverkum, sem komið hefur verið fyrir varanlega á al- mannafæri utanhúss. Þessi not eru heimil endurgjaldslaust, nema slíkt listaverk, þar með eru talin byggingarlistaverk, sé aðalatriði myndar, sem hagnýtt er til markaðssölu. 1 því tilviki á höfundur rétt til þókn- unar, nema um blaðamyndir eða sjónvarpsmyndir sé að ræða. Eðli máls samkvæmt tekur 16. gr. til myndlistar og byggingarlist- ar. Er það til dæmis tekið berum orðum fram í samsvarandi ákvæði dönsku höfl., er nota orðið „kunstværker“ í þeirri merkingu, en ekki hugtakið „kunstnerisk værk“, sem er sömu merkingar og listaverk í íslensku. 7.7. Afnotakvöð í þágu safnverka, sem ætluð eru til notkunar við guðsþjónustu eða kennslu. 17. gr. höfl. heimilar með vissum skilyrðum og takmörkunum að taka verk í safnrit, sem ætluð eru til notkunar við guðsþjónustu, skóla- kennslu eða útvarpskennslu. Er þarna um svonefnda afnotakvöð að ræða, þar sem höfundur á jafnan rétt á endurgjaldi fyrir þessa notk- un. Það skilyrði er sett, að í safnritið sé tekið úr verkum margra höf- unda, og ekki nær heimildin til verka, sem samin hafa verið til notk- unar við skólakennslu, ef safnverkið er gefið út í sama skyni. Afnotakvöð samkvæmt 17. gr. nær, með ofangreindum takmörkun- um, í fyrsta lagi til einstakra bókmenntaverka og tónverka, ef smá eru að vöxtum, svo og kafla úr stærri verkum, enda séu liðin 5 ár frá næstu áramótum eftir útgáfu þeirra, sbr. 1. tölul. 17. gr. 1 öðru lagi nær þessi kvöð til mynda, teikninga af listaverkum og gagna, sem getið er um í 3. málsgr. 1. gr. höfl., í tengslum við méginmál sam- kvæmt 1. tölul. 17. gr., enda séu 5 ár liðin frá næstu áramótum eftir að verkið var birt, sbr. 2. tölul. 17. gr. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.