Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 34
staka þætti úr verkinu fylgja með í sýningu viðburðarins eða í frá- sögn af honum, sbr. 3. málsgr. 15. gr. höfl. Tekið er fram í greinar- gerð með frv. til höfl., að í frásögn um dægurviðburðinn eða sýningu hans verði hlutur verksins að vera aukaatriði. Ella þurfi að leita sam- þykkis höfundar og greiða honum þóknun eftir venjulegum reglum. (Sjá Alþt. 1971, A-deild, bls. 1289). 7.6. Myndun bygginga og listaverka, sem eru á almannafæri utanhúss. Samkv. 16. gr. höfl. er heimilt að taka og birta myndir af bygging- um svo og listaverkum, sem komið hefur verið fyrir varanlega á al- mannafæri utanhúss. Þessi not eru heimil endurgjaldslaust, nema slíkt listaverk, þar með eru talin byggingarlistaverk, sé aðalatriði myndar, sem hagnýtt er til markaðssölu. 1 því tilviki á höfundur rétt til þókn- unar, nema um blaðamyndir eða sjónvarpsmyndir sé að ræða. Eðli máls samkvæmt tekur 16. gr. til myndlistar og byggingarlist- ar. Er það til dæmis tekið berum orðum fram í samsvarandi ákvæði dönsku höfl., er nota orðið „kunstværker“ í þeirri merkingu, en ekki hugtakið „kunstnerisk værk“, sem er sömu merkingar og listaverk í íslensku. 7.7. Afnotakvöð í þágu safnverka, sem ætluð eru til notkunar við guðsþjónustu eða kennslu. 17. gr. höfl. heimilar með vissum skilyrðum og takmörkunum að taka verk í safnrit, sem ætluð eru til notkunar við guðsþjónustu, skóla- kennslu eða útvarpskennslu. Er þarna um svonefnda afnotakvöð að ræða, þar sem höfundur á jafnan rétt á endurgjaldi fyrir þessa notk- un. Það skilyrði er sett, að í safnritið sé tekið úr verkum margra höf- unda, og ekki nær heimildin til verka, sem samin hafa verið til notk- unar við skólakennslu, ef safnverkið er gefið út í sama skyni. Afnotakvöð samkvæmt 17. gr. nær, með ofangreindum takmörkun- um, í fyrsta lagi til einstakra bókmenntaverka og tónverka, ef smá eru að vöxtum, svo og kafla úr stærri verkum, enda séu liðin 5 ár frá næstu áramótum eftir útgáfu þeirra, sbr. 1. tölul. 17. gr. 1 öðru lagi nær þessi kvöð til mynda, teikninga af listaverkum og gagna, sem getið er um í 3. málsgr. 1. gr. höfl., í tengslum við méginmál sam- kvæmt 1. tölul. 17. gr., enda séu 5 ár liðin frá næstu áramótum eftir að verkið var birt, sbr. 2. tölul. 17. gr. 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.