Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 39
sé, sem opín eru almenningi samkvæmt staðfestri reglugerð. Þá er eig- anda heimilt að taka eða leyfa töku mynda af verkinu í kvikmynd eða sjónvarpi, ef myndin er aðeins aukaatriði í efni kvikmyndar eða sjónvarpsdagskrár. Ef listasafn er eigandi myndlistarverks, er því heimilt að birta myndir af því í safnmunaskrá. Loks er heimilt að birta mynd af verki með vissum skilyrðum í sambandi við sölu þess. Að frátöldum ofangreindum takmörkunum á höfundur áfram höf- undarrétt að listaverki, þótt eintak af því sé í eigu annars aðila. Hins vegar hefur eigandi eintaks af listaverki eigandaumráð þess og getur í skjóli þeirra hindrað höfund í að neyta heimilda sinna. 1 greinargerð með frv. til höfl. segir meðal annars: „Það skal tekið fram, að þó að höfundur hafi einkarétt til að kynna verk sín á listsýningum, þá leiðir ekki af því, að eiganda sé skylt að láta listaverk af hendi í því skyni, nema svo hafi verið um samið. Sama er að segja um afhendingu þess til að gera eftirmyndir af því. (Sjá Alþt. 1971, A-deild, bls. 1295). Er því mjög hæpið, að höfundur eigi að núgildandi lögum nokkurn að- gang (droit d’accés) að eintaki listaverks í eigu annars aðila, en kenn- ingar hafa þó komið fram í þá átt. (Um þetta álitaefni sjá t.d. Berndt Godenhielm: Om upphovsmannens tilltrádesrátt (droit d’accés) í NIR 1977, og Sigurður Reynir Pétursson: Höfundarréttur í myndlist í Úlf- ljóti 1965, bls. 21 o.áfr.). í 5. málsgr. 25. gr. er gerð almenn takmörkun á höfundarrétti, að því er tekur til andlitsmynda. Segir þar, að hafi andlitsmynd verið gerð eftir pöntun, sé höfundi ekki heimilt að neyta einkaréttar síns samkvæmt 3. gr. án samþykkis þess, sem lét gera myndina, eða erf- ingja hans, ef hann er látinn. I 14. gr. laga nr. 15/1969 um Listasafn íslands er safninu veittur víðtækari réttur til opinberrar sýningar og þó sérstaklega til eftir- myndunar listaverka en leiðir af almennum reglum höfl. um réttindi eiganda myndlistarverks. 8.0. AÐILASKIPTI AÐ HÖFUNDARRÉTTINDUM. Sjá greinarg. með frv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1295-1301, Bernitz o.fl.: Int- materialratt, bls. 53-57, Weincke: Ophavsret, bls. 104-113, Bergström: Larobok i npphovs- ratt, bls. 50-56, Olsson: Copyright, bls. 81-87 og 139-147. Með nokkrum takmörkunum geta orðið aðilaskipti að höfundarrétti, en þar gætir ýmissa sérsjónarmiða miðað við önnur eignarréttindi. í III. kafla höfl. eru ákvæði um aðilaskipti að höfundarrétti. I 27.-31. gr. er fjallað um aðilaskipti að höfundarrétti með löggerningi í lifanda 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.