Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 41
sambærilegra samtaka í tugum erlendra ríkja, sbr. hrd. 23.457. Fer STEF þannig með höfundarrétt að nær öllum tónverkum, erlendum og innlendum, sem verndar njóta. (Sjá Sigurður Reynir Pétursson: Um meðferð höfundarréttar að tónlist hér og erlendis í Morgunblað- inu 8. maí 1982). 8.1.1. Skýringarreglur í 27. og 28. gr. höfl. 1 2. málsgr. 27. gr. er tekið fram, að afhending eintaks af verki til eignar feli ekki í sér framsal á höfundarrétti að verkinu, nema þess sé sérstaklega getið. 1 1. málsgr. 28. gr. segir, að framsal höfundar- réttar veiti framsalshafa ekki rétt til að gera breytingar á því, nema svo hafi verið um samið. í 2. málsgr. 28. gr. er framsalshafa bannað að framselja öðrum höfundarréttinn án samþykkis höfundar. Ef rétt- urinn er þáttur í eignum fyrirtækis, má þó framselja hann ásamt því eða tiltekinni grein þess, en framseljandi ber eftir sem áður ábyrgð á skuldbindingum sínum gagnvart höfundi. 8.1.2. Ógildingarregla 29. gr. höfl. 29. gr. geymir almenna heimild til að ógilda framsal höfundarréttar. Samkvæmt ákvæðum 29. gr. má ógilda framsal í heild eða í einstökum atriðum, ef framsalið myndi leiða til niðurstöðu, sem væri bersýnilega ósanngjörn. Sama gildir, ef ákvæði í framsalsgerningi brýtur mjög í bága við góðar venjur í höfundarréttarmálum. Þessi ákvæði eru rýmri en almennar ógildingarreglur samningalaga og lýsir það sér meðal annars í því, að taka má tillit til atvika, sem gerst hafa eftir samn- ingsgerð. (Sjá greinargerð með frv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1297). 8.1.3. Ákvæði um útgáfusamninga, samninga um flutningsrétt og samninga um kvikmyndagerð. 1 32.-42. gr. höfl. eru ákvæði, sem eru fyrst og fremst til fyllingar og skýringar tilteknum tegundum samninga um framsal höfundar- réttar. Eru þessar reglur frávíkjanlegar, nema 37. gr. 8.2. Erfðir. Að höfundi látnum fer um höfundarrétt eftir almennum reglum erfðalaga, en höfundur getur þó í erfðaskrá gefið tiltekin fyrirmæli um framkvæmd höfundarréttar að sér látnum, sbr. nánar 31. gr. höfl. Aðeins fjárhagslegar heimildir höfundarréttar ganga að erfðum, 111

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.