Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 41
sambærilegra samtaka í tugum erlendra ríkja, sbr. hrd. 23.457. Fer STEF þannig með höfundarrétt að nær öllum tónverkum, erlendum og innlendum, sem verndar njóta. (Sjá Sigurður Reynir Pétursson: Um meðferð höfundarréttar að tónlist hér og erlendis í Morgunblað- inu 8. maí 1982). 8.1.1. Skýringarreglur í 27. og 28. gr. höfl. 1 2. málsgr. 27. gr. er tekið fram, að afhending eintaks af verki til eignar feli ekki í sér framsal á höfundarrétti að verkinu, nema þess sé sérstaklega getið. 1 1. málsgr. 28. gr. segir, að framsal höfundar- réttar veiti framsalshafa ekki rétt til að gera breytingar á því, nema svo hafi verið um samið. í 2. málsgr. 28. gr. er framsalshafa bannað að framselja öðrum höfundarréttinn án samþykkis höfundar. Ef rétt- urinn er þáttur í eignum fyrirtækis, má þó framselja hann ásamt því eða tiltekinni grein þess, en framseljandi ber eftir sem áður ábyrgð á skuldbindingum sínum gagnvart höfundi. 8.1.2. Ógildingarregla 29. gr. höfl. 29. gr. geymir almenna heimild til að ógilda framsal höfundarréttar. Samkvæmt ákvæðum 29. gr. má ógilda framsal í heild eða í einstökum atriðum, ef framsalið myndi leiða til niðurstöðu, sem væri bersýnilega ósanngjörn. Sama gildir, ef ákvæði í framsalsgerningi brýtur mjög í bága við góðar venjur í höfundarréttarmálum. Þessi ákvæði eru rýmri en almennar ógildingarreglur samningalaga og lýsir það sér meðal annars í því, að taka má tillit til atvika, sem gerst hafa eftir samn- ingsgerð. (Sjá greinargerð með frv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1297). 8.1.3. Ákvæði um útgáfusamninga, samninga um flutningsrétt og samninga um kvikmyndagerð. 1 32.-42. gr. höfl. eru ákvæði, sem eru fyrst og fremst til fyllingar og skýringar tilteknum tegundum samninga um framsal höfundar- réttar. Eru þessar reglur frávíkjanlegar, nema 37. gr. 8.2. Erfðir. Að höfundi látnum fer um höfundarrétt eftir almennum reglum erfðalaga, en höfundur getur þó í erfðaskrá gefið tiltekin fyrirmæli um framkvæmd höfundarréttar að sér látnum, sbr. nánar 31. gr. höfl. Aðeins fjárhagslegar heimildir höfundarréttar ganga að erfðum, 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.