Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Síða 17
4.4. 59. gr. laga nr. 3/1878 Samkvæmt 2. mgr. 59. gr. skiptalaga má eftirlifandi maki halda öllu búinu eða nokkru af því, hvort sem eru fasteignir, skip eða lausafé, þótt það nemi meira en búshluta maka og arfi, enda skuldbindi maki sig til, ef til kemur, að greiða samerfingjum sínum í peningum það, sem umfram er. Ekki kemur skýrt fram, hvort réttur maka samkvæmt 2. mgr. 59. gr. er bundinn við hjúskapareignir eða taki líka til séreign- ar.15) Þegar maki notfærir sér þennan rétt, einfaldar það mjög alla skiptameðferðina. Meta verður eignir búsins til peninga og reikna út erfðahluta ei-fingjanna, og eftirlifandi maki greiðir þeim síðan erfða- hluta þeirra í peningum. Það getur verið mikið hágsmunamál fyrir maka að notfæra sér þessa heimild, því að yfirleitt eru eignir lágt metnar hjá skiptarétti. Sú takmörkun er þó á rétti maka samkvæmt 59. gr., að hafi hinn látni ráðstafað munum, sem tilheyrðu honum, með erfðaskrá, þá verður réttur langlífari maka að víkja.16) 4.5. 62. gr. laga nr. 3/1878 Þegar langlífari maki heldur öllu búinu, verður hann að greiða erf- ingjum hlut þeirra í peningum, nema erfirigjar veiti honum frest. Þetta gildir alfarið um lögráða erfingja og erfingja samkvæmt erfða- skrá. Að því er ólögráða erfingja varðar, getur langlífari maki fengið frest, með leyfi skiptaréttar, til að greiða út hlut ófjárráða barna. Samkvæmt 62. gr. skiptalaga er hægt að láta erfðahluti ófjárráða barna standa inni hjá því hjóna, sem lengur lifir, gegn veði í búinu öllu eftir þinglýstu ágripi af skiptagerð, ef arfur barnanna verður ekki greidd- ur af hendi, án þess að selja verði það af lausafé eða fasteignum bús- ins, sem hið eftirlifandi þarf með til atvinnu sinnar eða daglegra nauð- synja.17) Þessu úrræði svipar mjög til setu í óskiptu búi, en margt 15) Sarakvæmt dönskum skiptalögum (62. gr. c) gildir þessi útlausnarréttur eingöngu gagn- vart hjúskapareignum, og er maki ekki talinn hafa rétt til að yfirtaka séreignir gegn því að greiða í peningum það, sem umfram er. Réttur maka til útlagningar á séreign er þó hinn sami og réttur annarra erfingja, og maki á alltaf rétt á útlagningu eftir mati að því er varðar arf hans úr séreigninni. Sjá Ernst Andersen: Arveret, s. 37. 16) Samkvæmt 66. gr. 2. mgr. dönsku erfðalaganna getur maki ekki, eins og áður segir, ráðstafað með erfðaskrá vissum hjúskapareignum, án samþykkis maka síns, þ.e. fast- eign, sem fjölskyldan býr í eða er notuð við atvinnurekstur beggja eða hins, innbúi eða vinnutækjum hins makans. 17) Þessu var breytt í Danmörku árið 1963 og ákvæðið um veð í öllu búinu afnumið, þar sem það var ekki talið samrýmast banni gjaldþrotalaga við allsherjarveði. í stað þess á að setja hæfilega tryggingu miðaða við aðstæður, og er það nú yfirleitt fasteignaveð, sbr. Jórgen Graversen, s. 39. 231

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.