Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 21
fjármuni búsins og lokið þar með skiptunum, sbr. 42. gi’. skiptalaga. Þegar ljóst er frá upphafi, að eigur bús eru svo litlar, kemur ekki til eiginlegrar skiptameðferðar. Skiptalok verða þá með einfaldri bókun í þingbók. Ef eignir eru meiri, verður að ljúka skiptum með sérstakri skiptagerð. 6. ERFÐAFJÁRSKATTUR Allt fram að setningu lága nr. 83/1984 um erfðafjárskatt voru mis- munandi reglur um ákvörðun erfðafjárskatts eftir því, hvort um var að ræða hjón eða sambúðarfólk. 1 þeim lögum er kveðið svo á, að arfur sambúðaraðila verði skattlagður eins og um hjúskap væri að ræða, enda hafi arftaka verið getið sem sambýlismanns í erfðaskrá. 1 4. gi’. laganna segir, að af arfi, sem fellur til þess hj óna, sem lifir hitt, svo og af arfi sambýlismanns, skuli engan erfðafjárskatt greiða. 1 2. gr. er skýrgreint hugtakið sambýlismaður eins og það er notað í lögunum, að það sé sá, sem stofnað hefur til óvígðrar sambúðar við persónu af gagnstæðu kyni og tekur arf eftir hana samkvæmt arfleiðsluskrá, þar sem stöðu hans sem sambýlismanns sé ótvírætt getið. Afnám erfðafjárskatts af arfi milli hjóna og sambúðarfólks er enn einn liður í þeirri þróun, sem orðið hefur í þá átt að bæta stöðu lang- lífari maka. 7. ÆTTARÓÐUL Rétt er að minnast örfáum orðum á þær sérreglur, sem gilda um erfðir á ættaróðulum og erfðaábúð. Samkvæmt VI. kafla jarðalaga nr. 65/1976, 54. gr., gengur ættaróðal og fylgifé þess óskipt í arf til ákveð- inna aðila í þeirri röð, sem þar greinir. Það hjóna, sem lengur lifir, heldur réttinum, meðan það lifir, en síðan koma börn þess hjóna, sem óðalsréttinn átti, og loks barnabörn óðalsbónda, systkini og börn þeirra. Erfðaréttur milli hjóna fellur niður við skilnað, sbr. 26. gr. erfðalaga, og gildir það líka um óðalsréttinn.25) Réttur til ábúðar á jörð erfist samkvæmt reglum, sem eru í megin- dráttum svipaðar og um ættaróðul, sbr. 37. gi*. laga nr. 64/1976, og heldur maki réttinum, meðan hann lifir. 25) Ármann Snævarr: Fyrirlestrar i erfðarétti III, s. 507. 235

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.