Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 22
8. ÓVÍGÐ SAMBÚÐ Eins og fram hefur komið, er staða eftirlifandi maka mjög sterk við skiptin. Hann á bæði rétt til búshluta og arfshluta, auk þess sem hann nýtur mikilla forréttinda við skiptin. Staða sambúðaraðila er miklu lakari, hann á hvorki kröfu til búshluta né arfshluta, nema erfðaskrá sé fyrir hendi, og nýtur ekki sömu forréttinda og maki við skiptin, þótt ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðu hans á síð- ari árum. Þegar sambúðarslit verða vegna andláts annars aðilans, fer um fjárskiptin eftir sömu reglum og þegar skipt er eftir slit sambúðar í lifanda lífi. Að méginstefnu til er búinu skipt eftir almennum reglum fjármunaréttarins, og á eftirlifandi sambúðaraðili enga kröfu á helm- ingaskiptum. Við andlát geta vaknað efasemdir um eignarrétt að vissum eignum, alveg eins og við slit sambúðar í lifanda lífi, og verða erfingjar hins látna að virða það, ef sameign er talin hafa myndast milli aðila. Þegar búið er að ganga úr skugga um, hverjar séu eignir hins látna, skiptast þær milli erfingja hans, og eins og áður segir, eru engin lög- erfðatengsl milli sambúðarfólks. Skiptaréttur leysir ekki úr ágreiningi um fjárskipti við slit sam- búðar í lifanda lífi. Því var slegið föstu með hrd. 1980:1489, þar sem Hæstiréttur taldi, að ekki væri unnt að fallast á, að 90. gr. skiptalaga, sem fjallar um skipti á öðrum búum en dánarbúum, verði beitt um skipti vegna sambúðarslita.20) Slitni sambúðin hins vegar vegna and- láts annars aðilans og ágreiningur verður milli langlífari sambúðar- aðila og erfingja hins skammlífara, þá er leyst úr þeim ágreiningi í skiptarétti. Allt fram á síðari ár var talið, að sambúðarkona ætti rétt á ráðs- konulaunum, er upp úr sambúð slitnaði. Nokkrir dómar hafa gengið um kröfu til ráðskonulauna vegna andláts sambúðaraðila.27) Niðurstaða dómstóla á Norðurlöndum hin síðari ár hefur orðið sú, 26) í Danmörku hefur 82. gr. danskra skiptalaga, sem er samsvarandi 90. gr. laga nr. 3/1878, verið beitt um skipti á búi sambúðarfólks, sbr. UfR 1953, s. 182 og UfR 1959, s. 793. Sjá og Ernst Andersen: Familieret, s. 229. 90. gr. skiptalaga var breytt mcð lögum nr. 13/1986, sem taka gildi 1. janúar 1987. Samkvæmt þeirri breytingu fjallar skiptaréttur um skipti á búi sambýlisfólks við slit óvígðrar sambúðar, og er sambúðin skilgreind á þann veg, að hún verði að hafa staðið í a.m.k. tvö ár samfleytt eða aðilar hafi átt barn saman eða konan sé þunguð af völdum sambúðarmannsins. 27) Hrd. 1939:595, hrd. 1969:1224 og hrd. 1980:768. í síðastnefnda málinu hafði sambúð staðið í 45 ár, báðir sambúðaraðilar voru látnir, og hafði dánarbú K uppi kröfur vegna ráðskonulauna úr dánarbúi M. Krafan var ekki tekin til greina. Svipuð niðurstaða varð í dómi í UfR 1983 (0L), s. 494. 236
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.