Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 38
3. YFIRLIT 3.1 Siglingalagabreytingar 1972-1985 Með breytingum, sem gerðar voru með núgildandi sigll. á reglum um slysatryggingu sjómanna og hlutlæga ábyrgð útgerðarmanns, lýk- ur einum þætti sögu, sem hófst fyrir hálfum öðrum áratug. Vorið 1972 var sigll. 1963 breytt þannig, að lögð var á útgerðarmann ótak- mörkuð og hlutlæg bótaábyrgð á skaðabótakröfum vegna tjóns skip- verja, annarra manna, sem ráðnir voru hjá útgerðarmanni, eða leið- sögumanns, ef slys bar að höndum, þegar slasaði var staddur á skipi eða vann í þágu skips, sjá lög nr. 58/1972. Hér var um að ræða víð- tækari reglu en áður þekktist um bótaskyldu utan samninga. Var ljóst, að útgerðarmenn áttu þess ekki kost að ábyrgðartryggja sig gegn svo víðtækri ábyrgð, nema þá með óbærilegum kostnaði. Lög nr. 58/1972 tóku gildi 1. október 1972, en í desember sama ár voru með lögum nr. 108/1972 sniðnir helstu vankantarnir af reglum laga nr. 58/1972. Eftir síðari breytingarlögin losnaði útgerðarmaður í reynd undan hlutlægri ábyrgð vegna slysa sjómanna, ef hann keypti slysatryggingu með fjárhæðum, sem tilgreindar voi'u í bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 108/ 1972. Með lögum nr. 25/1977 voru gerðar nokkrar breytingar á bráða- birgðaákvæðinu og hélst sú skipan óbreytt þangað til núgildandi sigll. voru sett. (Sbr. Arnljótur Björnsson (1972), bls. 242-253, (1981), bls. 32-43, (1982), bls. 68-69 og (1984), bls. 11 og 25-28.) 3 2 Meginatriði gildandi réttar I köflunum hér á undan hefur verið gerð grein fyrir núgildandi regl- um um slysatryggingu sjómanna og hreina hlutlæga ábyrgð eftir sigl- ingalögum. Skulu þær nú dregnar saman í stuttu máli. Útgerðarmanni er skylt að kaupa slysatryggingu með nánar tiltekn- um vátryggingarfjárhæðum fyrir þá, sem ráðnir eru í skiprúm hjá hon- um. Vátryggingin tekur til slyss, sem skipverji verður fyrir, þegar hann er staddur á skipi eða vinnur í beinum tengslum við rekstur skips. I kjarasamningum eru einnig ákvæði um skyldu útgerðarmanns til kaupa á slysatryggingu. Oftast mun í samningunum látið nægja að vísa til ákvæða laga um slysatryggingu, en vitanlega er aðilum samn- ings heimilt að semja um víðtækari slysatryggingu siómönnum til handa. Samningsákvæði um þrengri vátryggingu en sigll. mæla fyrir um eru hins vegar ógild. 252

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.