Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 42
Dr. Páll Sigurðsson dósent: EFTIRÞANKAR UM OGILDINGARAKVÆÐIÐ NÝJA Það er ekki meining mín að lengja til mikilla muna þau skrif, sem þegar hafa birst í Tímariti lögfræðinga í tilefni af lög- leiðingu nýrrar og víðtækrar ógildingar- heimildar í samningalögum. Hvað sem öðru líður hygg ég, að grein mín um þetta efni, sem ég nefndi ,,0rð skulu standa“ og birtist í 2. tölublaði 1986, hafi vakið meiri athygli á þessu nýmæli í lögum en ella hefði orðið, komið á stað nokkrum umræðum í hópi lög- fræðinga um tiltekin grundvallaratriði samningaréttar og hvatt til varkárni um notkun eða beitingu ákvæðisins á komandi árum. Ýmsir lögmenn og dómarar, sem ég hefi rætt við á förnum vegi, hafa að fyrra bragði lýst sig fylgjandi þeim athugasemdum og rökum, er ég bar fram í grein minni, — en löggjafinn lét sér ekki segjast, því miður! Frumvarpið rann áfallalítið í gegn um löggjafarvélina og varð að lögum nr. 11 frá 30. apríl 1986, en víst er um það, að greið afgreiðsla stjórnarfrumvarpa þarf ekki alltaf að benda til ágætis frumvarpanna, heldur ber hún oft fremur vitni um ýtni og eftirgangssemi viðkomandi ráðherra gagnvart þingnefndum. Ég get þó ekki stillt mig um að geta þess, sem óvíst er að mörgum lögfræðingum sé kunnugt um, að Laga- nefnd Lögmannafélags íslands gaf neikvæða umsögn um frumvarpið meðan það var til meðferðar á Alþingi. Á fundi nefndarinnar þ. 7. mars 1986 samþykkti hún svofellda ályktun: „Laganefnd mælir gegn þeim nýmælum, sem fram koma í frumvarpinu, enda hafa viðhlítandi rök ekki verið færð fyrir nauðsyn á setningu almennrar ógildingarreglu eins og þeirrar er felst í 6. gr. frv., enda mun hún ótvírætt skerða ör- yggi í viðskiptum eða við samningsgerð almennt og skapa verulega óvissu.“* 1 áliti Fjárhags- og viðskiptanefndar Neðri-deildar Alþingis *) Birt hér með leyfi framkvæmdastjóra Lögmannafélagsins, en ályktunina gefur ekki að finna i Alþingistíðindum. 256

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.