Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Page 43
(sem að vísu samþykkti frumvarpið) segir einnig, eftir að greint hef- ur verið frá því, að Sveinn Snorrason, hrl., formaður Lögmannafélags Islands, hafi gengið á fund nefndarinnar: „Laganefnd Lögmannafélags- ins er andvíg því að frumvarpið fái afgreiðslu á þessu þingi og telur að nær sé að semja nýtt frumvarp, sem komi til móts við þá þörf að verja rétt neytenda, þegar telja má samningsákvæði ósanngjörn vegna efnis samnings, atvika við samningsgerðina eða atvika, sem síðar koma til. Ymsir lögmenn virðast óttast, að sú rúma regla, sem felst í 2. mgr. 6. gr. frv., leiði til réttaróvissu, fjölgunar dómsmála og þess, að ekki megi almennt treysta samningum.“ Á þessar röksemdir var lítt sem ekkert hlustað, — og hefði þó einhvern tíma verið staldrað við af minna tilefni! Sem betur fer var þó einn þingmaður annarrar skoðunar. I áliti Fjárhags- og viðskiptanefndar Neðri-deildar segir: „Einn nefndarmanna, Halldór Blöndal, stendur ekki að nefndarálitinu, og tel- ur ekki standa efni til að afgreiða málið á þessu þingi þar sem hann telur málsmeðferð óvandaða.“ Afstöðu sína skýrði Halldór síðan á þessa leið í þingræðu: „Ég tel eðlilegt að frv., sem eru jafnfagleg og þetta, flókin að efni til þó þau sýnist einföld, eigi að vinna vel og rétt sé að þau fái athugun hjá þeim mönnum, sem gerst mega til þekkja og eiga að vinna eftir þessum nýju lögum ... Lögmannafélagið (fór) fram á að fá að athuga þetta mál betur, taldi að það hefði ekki fengið nægilega skoðun og bað þess að frv. biði haustsins. Lögum af þessu tagi, sem skapa eiga nýja réttarvenju, er ætlað að standa lengi, svo áratugum skiptir, og þess vegna tel ég rétt að þingið hafi almennt þau vinnubrögð að slík mál séu vel unnin, ... Ég taldi rétt, að þetta mál biði haustþings og fengi betri skoðun hjá öðrum en þeim, sem um það hafa fjallað fram að þessu. 1 því er fyrirvari minn fólginn." Menn skyldu minnast þess, að hér talar maður, sem hefur umtalsverða þing- reynslu. Annars urðu litlar umræður um frumvarpið á Alþingi, en vert er þó að geta þess sérstaklega, að bæði í álitsgerðum viðkomandi þing- nefnda og í framsögu á þingi kom fram, að mælt væri með lögtöku frumvarpsins í trausti þess, að dómstólar myndu beita ákvæðinu af varkárni, — og gætir þar væntanlega nokkurra áhrifa frá hinni nei- kvæðu umsögn Laganefndar Lögmannafélagsins. 1 ágætri grein um lögfestingu hinnar nýju ógildingarheimildar, sem birtist í 2. tbl. 1986, víkur Þorgeir Örlygsson m.a. að sumum athuga- semdum mínum, sem birtust í greininni „Orð skulu standa.“ Ekki var við því að búast, að Þ.Ö. féllist á röksemdir mínar að þessu sinni, þótt mér kæmi ekki á óvart að síðar muni renna á hann tvær grímur. Að sumu leyti byggist skoðanamunur okkar á mismunandi grundvallarvið- 257

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.