Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 44
horfum, sem e.t.v. lúta ekki lögfræðilegum lögmálum nema að nokkru leyti. Um slík atriði má deila endalaust, en karp af því tagi er mér ekki lagið. Ég get þó ekki látið hjá líða að benda á, að Þ.ö. víkur ekki einu orði að þeirri staðhæfingu minni, að þetta nýja ákvæði, sem nú er í 36. gr. samningalaganna, sé svo þokukennt og loðið að það muni gagnast illa til almennrar leiðbeiningar og hafi því ekki tilætluð varn- aðaráhrif. Ymsir íslenskir lögfræðingar hafa hins vegar, í mín eyru, tekið undir þessa skoðun mína og merkir erlendir fræðimenn hafa einnig látið í Ijós hliðstæðar efasemdir um sambærileg ákvæði í samn- ingalögum annarra Norðurlandaþjóða. I miklu og nýlegu riti um samn- ingarétt eftir Norðmanninn Jo Hov (Avtalerett, 1980) segir t.d. (á bls. 123-124) um viðkomandi ákvæði, sem þá lá fyrir í frumvarpsformi en var lögtekið í Noregi árið 1983: „Den vesentligste innvending en etter mitt skjonn kan rette mot forslaget til ny generalklausul, er at det — til tross for de gode intensjoner som sikkert ligger bak det — har fátt en sá rund og ullen form at det kan bety alt og ingenting ... Jeg tror det er grunn til á anta at den fleksibilitet som tilsynelatende er be- stemmelsens fortrinn, i virkeligheten vil vise seg á bli dens svakhet.“ f fyrrnefndri grein minni hafði ég einnig vikið að því, að orðalag ákvæð- isins um „stöðu samningsaðilja“ gæfi tilefni til að ætla, að versnandi fjárhagsstaða skuldara frá því að samningur var gerður og þar til að efndum kemur verði fullgild ógildingarástæða samkvæmt 36. gr. Þ.Ö. andmælir þessum skilningi mínum og segir (á bls. 106): „Þetta orðalag höfðar fyrst og fremst til þess, hvort jafnræði hafi verið með samn- ingsaðiljum, þ.e. hvort annar samningsaðilinn hafi með einhverjum hætti neytt yfirburðastöðu gagnvart viðsemjanda sínum. Með hliðsjón af orðum greinargerðarinnar og forsögu þessa orðalags má ... ljóst vera, að það er misskilningur, að átt sé við fjárhagsléga stöðu samn- ingsaðilja.“ Ekki fer þó milli mála, að orðalag greinarinnar sjálfrar úti- lokar engan veginn fyrrnefndan skilning minn og það nær raunar erigri átt, að orðið „staða“ lúti þarna einvörðungu að „jafnræði“ aðiljanna. Ef það hefði verið ætlun löggjafans hefði þurft að taka það fram ber- um orðum, enda hægðarleikur. Að mínu mati er t.d. enginn vafi á því, að reglunni í 36. gr. samningalaga má beita um samnirig milli aðilja, sem telja má að hafi staðið jafnt að vígi við samningsgerðina, og þar sem ekki var um nein „neytendaviðskipti“ að ræða, svo sem Viðar Már Matthíasson tekur reyndar skýrt fram í grein sinni um „nýjungar í norrænum samningarétti“, sem birtist í 2. tbl. Úlfljóts 1984 (ummæli hans eru þar á bls. 61-62), en Viðar var einmitt annar höfundur frum- varps til laga nr. 11/1986! Hvað sem þessu líður get ég ekki betur séð 258

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.