Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Síða 54
stökum, sem sett eru fyrir viðurkennirigu erlendra dóma og úrskurða. 3) Eins og áður er að yikið, gáfu ummæli Hæstaréttar í málinu Hrd. 1972.1061 vísbendingu um, að rétt væri að einhverju leyti að byggja á niðurstöðum erlendra skilnaðardóma hér á landi. Eftir dóm Hæstaréttar í málinu Hrd. 1985.599 er sennilega óhætt að ganga held- ur lengra og segja, að erlendir skilnaðardómar geti, rétt eins og erlend- ir ógildingardómar í hjúskaparmálum, haft neikvæðar réttarverkanir hér á landi. Stafar þetta af því, að eðlilegt er, að sama regla gildi að þessu leyti um bæði ógildingar- og skilnaðardóma, enda hafa rök þess, að viðurkenna beri þessa tilteknu dóma, verið talin þau, að það geti leitt til mikillar óvissu um hj úskaparstöðu manna, ef viðurkennirigu yrði synjað.10) Synjun viðurkenningar gæti m.ö.o. leitt til þess, að hjón yrðu ýmist talin í hjúskap eða ekki, allt eftir því hvar í landi reyndi á slíkt álitaefni. 4) Það eru ekki einvörðungu dómar og úrskurðir um skilnaði og ógildingu hjúskapar, sem geta verið ákvarðandi um sifjaréttarlega stöðu manna. Til viðbótar má nefna faðernis- og vefengingardóma; dóma um veitingu og niðurfellingu ættleiðingar; dóma um það, hvort barn sé skilgetið eða óskilgetið og jafnvel aðrir dómar um persónulega réttarstöðu manna eins og t.d. dómar um það, hvort horfinn maður skuli talinn látinn. Það er umhugsunarefni, sem ekki hefur komið til kasta íslenskra dómstóla, að því er séð verður, hvort undantekningin frá meginregl- unni um réttarverkanir erlendra dóma sé ekki víðtækari en nefnt var í 2) og 3) hér að framan og taki auk ógildingar- og skilnaðardóma al- mennt til erlendra dóma, er varða sifjaréttarlega stöðu manna. Þau rök, sem áður voru nefnd og mæla með því, að viðurkenna beri erlenda skilnaðar- og ógildingardóma, eiga einnig við um aðra þá dóma um sifjaréttarlega stöðu manna, sem hér voru nefndir, þ.e. synjun viður- kenningar getur leitt til óvissu um sifjaréttarlega stöðu viðkomandi einstaklinga. Verður fróðlegt að sjá, hvernig íslenskir dómstólar taka á því álitaefni, ef það kemur til þeirra kasta. 5) Reglur um viðurkenningu erlendra dóma eru misjafnar frá einu landi til annars. Annars vegar má nefna afstöðu íslensks réttar, þar sem erlendir dómar eru almennt ekki viðurkenndir. Hins vegar má svo nefna reglur bandarísks réttar, þar sem það meginviðhorf ríkir, að viðurkenna beri erlenda dóma að fullnægðum ákveðnum lágmarksskil- yrðum.11) Dómsúrlausn eins og sú, sem til umfjöllunar er í grein þessari, leiðir hugann að því, hvort reglur íslensks réttar um viðurkenningu erlendra 268

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.