Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 11
3. UM ÁLIT DÓMENDA Mér er ekki kunnugt um að fram komi í nokkrum dómi hver áhrif það hafi eða kunni að hafa á sönnunarfærslu í máli sé vottur ekki við lögregluyfirheyrslur á frumrannsóknarstigi. Gætu afleiðingarnar t.d. orðið þær, að sönnunarfærslu um skýrslu sem lögregla hefur tekið af sakborningi, jafnvel vitni, án þess að hafa vott, verði hafnað? í þeim athugasemda- og aðfinnsludæmum sem tilfærð eru hér að framan setja dómendur einungis fram eins konar álit á inntaki lagaákvæðisins um votta, en taka ekki á því hvort sönnunarfærsla um óvottaða skýrslutöku sé útilokuð vegna þess konar annmarka eða að hún megi fara fram þrátt fyrir annmarkann. Þetta álit dómendanna er því ekki liður í úrlausn þeirra um „hvað sé rétt og lögum samkvæmt í tilteknu falli“3 og segja má að það skipti ekki „máli um úrlausn ákveðinnar kröfu“J í viðkomandi tilviki. í dæmunum þremur úr dómum Hæstaréttar sem tilfærð eru hér að framan er nokkur blæbrigðamunur á orðuðu áliti dómenda. í dæmi (1), Hrd. 1980 705, er góðlátlega bent á að vottur hafi ekki verið viðstaddur yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglumanni. Ekki er gerður munur á því hver yfirheyrður var, sakborningur eða vitni. I dæmi (2), Hrd. 30. janúar 1991, er álit dómenda að aðfinnsluvert sé að vottar hafi ekki verið viðstaddir yfirheyrslur yfir sakborningi hjá rannsóknarlögreglu ríkisins. í dæmi (3), Hrd. 30. janúar 1992, er álit dómendaaðþaðsé ekki í samræmi við 37. gr. laga nr. 74,1974 að vottur var ekki viðstaddur yfirheyrslur eða upplestur á skýrslum sakbornings hjá rannsóknarlögreglu. Álit sakadóms Reykjavíkur í dæmi (4) virðist að gera eigi þá kröfu til rannsóknarlögreglu ríkisins að lögreglumenn hennar hafi a.m.k. einn vott við yfirheyrslur. Dómendur taka ekki á því í álitsgerðum sínum, hver geti verið eða megi vera vottur og heldur ekki hvaða merkingu eigi að leggja í lokaorð ákvæðisins: „... sé þess kostur.“ ' Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun fslands önnur útgáfa, Reykjavík 1978, bls. 388: „Samkvæmt hefðbundnum skilningi felur dómsvald í sér heimild til að skera úr tilteknu réttarágreiningsefni og kveða á um, hvað sé rétt og lögum samkvæmt í tilteknu falli.“ 4 67. gr. laga nr. 85,1936: „Dómstólar verða ekki krafðir álits umlögfræðilegefni, nema að þvíleyti sem nauðsynlegt er til úrlausnar um það, hvort ákveðið atvik hafi gerst eða ekki gerst, nema það skipti máli um úrlausn ákveðinnar kröfu í dómsmáli." 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.