Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 52
veðskuldar. Veðskuldabréfið lenti í vanskilum og gjaldfelldi handhafinn eftir- stöðvarnar og beiddist uppboðs á eigninni. Tilkynningum um gjaldfellingu beindi handhafinn einvörðungu að upphaflegum skuldara bréfsins, og í eftirfar- andi uppboðsmáli var ágreiningur með uppboðsbeiðanda og uppboðsþolum um það, hvort nægjanlegt hefði verið að haga tilkynningum með þeim hætti. Meiri hluti Hæstaréttar synjaði um framgang uppboðsins með þeim rökum, að kaupandi fasteignar, sem í þinglýstum kaupsamningi eða afsali tæki að sér greiðslu áhvílandi veðskuldar, yrði við kaupin eigi aðeins veðþoli heldur einnig samskuldari að veðskuldinni. Kemur fram í dómsatkvæði þessu berum orðum túlkun á dómi Hæstaréttar í Hrd. 1936 294, og er af meiri hlutanum með öllu horfið frá því sjónarmiði, sem e.t.v. kann að hafa legið til grundvallar niðurstöðunni í Hrd. 1981 1040. Atvik málsins voru nánar þessi: Elsa S. Lorange gaf út veðskuldabréf til handhafa þann 30. október 1978, og var Benedikt Valgeirsson eigandi bréfsins. Af bréfinu skyldi greiðast árlega, og var fyrsti gjalddagi þess 15. ntaí 1979. Bréfið var tryggt með veði í fasteign Elsu. Þann 13. desember 1978 afsalaði Elsa fasteignini til Olafar Magnúsdóttur, og var því afsali þingiýst 18. desember 1978 og daginn eftir var veðskuldabréfinu þinglýst. í afsalinu frá Elsu til Ólafar tók Ólöf að sér greiðslu hinnar fyrrnefndu veðskuldar. Síðan fékk Sigríður Skúladóttir afsal frá Ólöfu fyrir eigninni að undangengnum kaupsamn- ingi, og var það afsal gert 28. október 1980, en þinglýst þann 2. janúar 1981. Þann 5. maí 1980 sendi Búnaðarbanki íslands, sem hafði bréfið til innheimtu, Elsu tilkynningu um greiðslu veðskuldarinnar hinn 15. maí 1980, en greiðslufall varð þann dag. Þann 8. júlí 1980 sendi lögmaður Benedikts Valgeirssonar bréf til Elsu, þar sem Elsu var tilkynnt um eindögun eftirstöðva bréfsins, og þann 15. júlí 1980 beiddist Benedikt uppboðs á fasteigninni til lúkningar skuldinni. Sigríður Skúladóttir, sem nokkru áður hafði keypt fasteignina af Ólöfu, sendi þann 24. júlí 1980 bréf, þar sem frá því var greint, að hún hefði deponerað hinni gjaldföllnu greiðslu pr. 15. maí 1980, en með bréfi 30. júlí 1980 var deponeringunni hafnað og kvittun fyrir henni endursend. Uppboðsþolar voru þær Ólöf og Sigríður. Af þeirra hálfu var þess krafist, að synjað yrði um framgang uppboðsins. Var því haldið fram af þeirra hálfu, að þar sem uppboðsbeiðandinn Benedikt vildi ganga að hinni veðsettu eign til lúkningar skuldinni, hafi honum borið að krefja hinn þinglýsta eiganda og tilkynna honum um handhöfn sína og síðar eindögun bréfsins, en þess í stað hafi Elsa einlægt verið krafin um greiðslu skuldarinnar og eindögun beint að henni. Af hálfu uppboðsbeiðandans var því haldið fram, að upphaflegur skuldari samkvæmt veðskuldabréfi sé skuldari og annar ekki, nema skuldareigandi samþykki, að nýr skuldari komi í hans stað. Því sé nægilegt að senda tilkynningu til upphaflegs skuldara um greiðslustað handhafabréfs og gjalddaga, og það sé næg aðvörun til þess að fella megi í gjalddaga allan höfuðstól skuldarinnar, ef greiðslufall verði. í þessu tilviki hafi Benedikt því verið nægjanlegt að senda tilkynninguna til Elsu og ekki hafi þurft að senda tilkynningu til þeirra Ólafar og Sigríðar. Meiri hluti Hæstaréttar vék fyrst að því, að krafa uppboðsbeiðanda byggði á því, að skuldari samkvæmt veðskuldabréfi væri, enda væri ekki um annað samið, upphaflegur skuldari og annar ekki, nema skuldareigandi samþykki, að 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.