Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 31
verða skipstjóri, stýrimaður eða vélstjóri, eða að hann eigi kost á æðri stýrimanns- eða vélstjórastöðu en hann þá er í, eða að ástæður hans hafa breyst svo frá því er hann réðist á skipið, að það sé velferðarmál fyrir hann að geta losnað úr skipsrúminu. Rétturinn er þó bundinn því skilyrði, að hann fái annan dugandi mann í sinn stað, og auki það ekki útgerðarmanni kostnað.15 Þegar settum lagareglum sleppir, má nefna, að talið hefur verið, að eigandi fasteignar (leigusali) geti afsalað fasteigninni til annars aðila með þeim skilmál- um, að afsalshafi taki við skyldum leigusala gagnvart leigutaka samkvæmt samningnum, t.d. hvað varðar viðhaldsskyldu og aðrar álíka skyldur."’ Enn má nefna, að talið er, að ráðningarsamningar launþega taki ekki breytingum, þótt nýr eigandi verði að atvinnufyrirtæki. Yfirtekur nýi eigandinn skyldur fyrri eiganda gagnvart starfsfólki. Sjá kafla 9.2.17 2. SKULDARASKIPTI MEÐ SAMÞYKKI KRÖFUHAFA, SKULDSKEYTING 2.1 Almennt Skuldaraskipti geta orðið með samþykki kröfuhafa, og eru slík skuldaraskipti nefnd skuldskeyting.15 Er þá áhorfsmál, eins og áður segir, hvort líta eigi svo á, að aðilaskipti hafi orðið, eða þannig, að hin fyrri krafa falli niður fyrir uppgjöf kröfuhafa og ný krafa á hendur hinum nýja skuldara stofnist.19 15 Samruni hlutafélaga, sbr. reglur XV. kafla hlutafélagalaga nr. 32/1978, getur leitt til skuldara- skipta, sbr. 3. mgr. 130. gr. laganna. Sjá nánar Stefán Már Stefánsson, Hlutafélög, Reykjavík, 1985, bls. 247. I 20. gr. laga nr. 50/1978 um vátryggingastarfseini segir, að óski vátryggingafélag eftir að flytja tryggingastofn sinn að nokkru leyti eða öllu til annars félags, skuli bæði félögin senda tryggingaeftir- litinu umsókn um færsluna ásamt þeim gögnum. sem eftirlitið óskar. Skal tryggingaeftirlitið kanna umsóknina með hliðsjón af hag beggja félaganna og hvort ástæða sé til að ætla, að færslan geti á nokkurn hátt skaðað vátryggingartaka og vátryggða hjá félögunum. Skal auglýsa eftir athugasemd- um vegna yfirfærslunnar í Lögbirtingablaðinu, og mæli tryggingaeftirlitið með umsókninni. veitir ráðherra leyfi til færslunnar. Felst í þessu, að vátryggingafélag getur flutt skyldur sínar gagnvart vátryggingatökum yfir á annað vátryggingafélag að fullnægðum þeim skilyrðum, sem fram koma í ákvæðinu. Sjá t.d. Bernhard Gomard. sama rit, bls. 304 - 305. Annað dæmi um sérstakt tilvik í settum lögum um skuldayfirtöku er t.d. að finna í 1. gr. laga nr. 31/1986 um yfirtöku ríkisviðskiptabanka á eignum og skuldum Söfnunarsjóðs íslands. Þar segir, að sjóðnum skuli slitið og starfsemi hans lögð niður hinn 1. september 1986. Eignir, skuldir og eigið fé skulu afhentar ög yfirteknar af þeim ríkisviðskiptabanka, sem viðskiptaráðherra ákveður. 16 Henry Ussing, sama rit, bls. 283; Carl Jacob Arnholm, sama rit, bls. 102; Bernhard Gomard, sama rit, bls. 314 c; Per Augdahl. sama rit, bls. 367. 17 Sjá t.d. Arnmundur BackmanogGunnarEydal, Vinnuréttur, 2. útg. 1986, bls. 170. Ef breytingu á að gera á ráðningarkjörum eða starfsliði, verða ráðningarsamningar annað hvort að vera lausir við yfirtökuna eða nýr eigandi verður að segja upp ráðningarsamningi með löglcgum uppsagnarfresti. Sjá einnig Bernhard Gomard, sama rit, bls. 314,d. 18 Ólafur Lárusson, sama rit, bls. 41, virðist takmarka hugtakið „skuldskeyting” við þau skuldara- skipti. þar sem kröfuhafinn samþykkir þau. Sjá Ólafur Lárusson, sama rit, bls. 41, og Henry Ussing, sama rit, bls. 209 og bls. 292 - 293. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.