Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 56

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 56
ekki takmörkuð við sölu fasteigna, heldur á hún almennt við, t.d. þegar um ýmsa aðra gagnkvæma samninga er að ræða, sem færa tilteknum aðila ákveðin réttindi, en skuldbinda hann jafnframt til þess að taka við þeim skyldum, sem réttindum tengjast. Er að þessu vikið í kafla 6.1 hér að framan.57 Sjónarmið, er varða framsal leiguréttar, voru rakin í kafla 2.2 hér að framan og þar getið ýmissa tilvika. Aðgerðarleysi kröfuhafa gagnvart tilkynningu um, að seljandi hafi samið við annan mann um yfirtöku skuldar, verður almennt ekki túlkað sem samþykki við skuldaraskiptum, þannig að seljandinn sé laus undan skuldbindingum sínum gagnvart kröfuhafa. Vísbendingu um það veitir Hrd. 1980 1396, þar sem framseljandi var ekki talinn laus undan skuldbindingum sínum gagnvart kröfu- hafa, jafnvel þótt kröfuhafinn hefði að ósk framseljanda gefið út skilríki fyrir hinu framselda verðmæti til handa framsalshafa. Sjá nánar kafla 2.3.58 Þá verður og að ætla, að þrátt fyrir athugasemdalausa viðtöku kröfuhafa á greiðslum frá þeim aðila, sem gagnvart seljanda hefur tekið að sér skuldina, sé seljandinn almennt áfram skuldbundinn gagnvart kröfuhafa. Þegar um óefnda gagnkvæma samninga er að ræða, getur framseljandinn (upphaflegur skuldari) þó losnað undan skuldbindingum sínum gagnvart kröfu- hafa, ef kröfuhafi í heimildarleysi innir greiðslu sína af hendi til framsalshafa, án þess að krefja hann jafnframt um gagngjaldið. Oft er það svo, að kröfuhafi er því aðeins skyldur til að inna greiðslu sína af hendi, að hann fái jafnframt gagngjaldið, sbr. 2. mgr. 67. gr. siglingalaga.59 7.2 Réttarsamband kröfuhafa og kaupanda í kafla 6.6.4 var einnig komist að þeirri niðurstöðu, að samningur seljanda og kaupanda um yfirtöku hins síðarnefnda á áhvílandi veðskuldum eða öðrum skuldbindingum, feli ekki í sér loforð í þágu þriðja manns. Getur kröfuhafi því á grundvelli slíks samningsákvæðis ekki öðlast beinan rétt á hendur kaupandan- um persónulega, án þess að annað og meira komi til. Kaupandinn verður ótvírætt skuldbundinn gagnvart kröfuhafa, ef hann semur beint við kröfuhafa um yfirtöku skuldarinnar. Sjá um það efni nánar kafla 6.6.3.1. í kafla 2.3 hér að framan var að því vikið, að þegar skuldskeytingu er komið á með samningi kröfuhafans og hins nýja skuldara, hefur það líkurnar 57 Um danskan rétt sjá Henry Ussing, sama rit, bls. 289. 58 Um danskan rétt sjá t.d. Bernhard Gomard, sama rit, bls. 311. Að einhverju leyti mun byggt á annarri reglu í þýskum rétti, sbr. BGB, gr. 416. ** Henry Ussing, sama rit, bls. 291. f 2. mgr. 67. gr. siglingalaga kemur fram, að hafi farmflytjandi (kröfuhafi) afhent vöru, eigi hann ekki kröfu á hendur farmsamningshafa (framseljanda) um það. sem viðtakanda (framsalshafa) var skylt að greiða, nema leitt sé í Ijós, að greiðsla hefði ekki fengist við sölu á vörunni eða að farmsamningshafi myndi hagnast á kostnað farmflytjanda, ef krafan félli niður. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.