Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 49
yrði ekki rekið samkvæmt ákvæðum XVII. kafla eml., og var kaupandanum því veittur frestur til þess að afla gagna um gallann.53 Það ber að ítreka, sem áður er fram komið, að úrskurður bæjarþingsins og dómur Hæstaréttar varða einvörðungu formhlið málsins, þ.e. hvort gagnaöflun- arfrestur skyldi veittur eða ekki. Eigi að síður er tekið fram á báðum dómstigum, að kaupandinn sé ekki skuldari samkvæmt bréfinu, og það þótt kaupandinn hafi í samningi við seljandann tekið að sér greiðslu hinnar áhvílandi veðskuldar gagnvart upphaflegum kröfuhafa. Umhugsunarefni er þá, hver merking verður lögð í þau ummæli, svo sem atvikum málsins háttaði. Hægt er að draga tvenns konar ályktanir af dómi þessum. Annars vegar er hægt að draga þá ályktun, að í dóminum sé ekki tekin afstaða til neins annars en þess, hverjum réttarfarsskilyrðum þurfi að fullnægja svo endurkröfumál selj- anda (upphaflegs skuldara skuldabréfs) á hendur kaupanda (þess sem gagnvart 53 Málavextir í Hrd. 1981 1040 voru nánar þessir: Bifreiðar og landbúnaðarvélar h.f. seldu Glerísetningum h.f. bifreið. Hluta kaupverðsins greiddu Glerísetningar h.f. með því að gefa út skuldabréf, og voru gjalddagar þess fjórir, frá 18. ágúst 1980 til 18. nóvember 1980. Bréfið var tryggt með 1. veðrétti í bifreiðinni. Síðan gerðist það, að Glerísetningar h.f. seldu fyrirtækinu Vendor h.f. bifreiðina. Hluta kaupverðsins greiddi kaupandinn „... með því að taka að sér að greiða skuld við Bifreiðar og landbúnaðarvélar h.f. samkvæmt veðskuldabréfi dags. 18/7 1980, kr. 1.742,000 ...“ Áður en bréfið var að fullu greitt, komu gallar fram í bifreiðinni, sem lýstu sér í því, að hún bræddi úr sér, og neitaði þá Vendor h.f. að greiða skuldabréfið. Hinn 4. maí 1981 leystu Glerísetningar h.f. bréfið til sín með greiðslu til Bifreiða og landbúnaðar- véla h.f., og þegar Glerísetningar h.f. voru orðnir handhafar bréfsins, höfðuðu þeir mál á hendur Vendor h.f. á grundvelli skuldabréfsins og kröfðust greiðslu þess og staðfestingar á veðrétti í bifreiðinni. Kváðust Glerísetningar h.f. reisa málsóknina á ákvæðum XVII. kaflaeml. ogreka málið sem skuldabréfamál. Vendor h.f. krafðist sýknu, þar sem fyrirtækið væri ekki greiðsluskylt vegna gallans. f fyrsta þinghaldi, er málið var tekið fyrir í héraði, óskaði Vendor h.f. eftir fresti til þess að afla gagna um gallann, en Glerísetningar h.f. neituðu um frestinn. Töldu Glerísetningar h.f. sig reka málið sem skuldabréfamál samkvæmt XVII. kafla eml., og þær upplýsingar, sem Vendor h.f. vildi afla og fá frest til, kæmust ekki að í málinu gegn andmælum þeirra. Byggðu Glerísetningar h.f. á því, að með því að Vendor h.f. hefði Iofað sér að greiða skuld Glerísetninga h.f. við Bifreiðar og landbúnaðarvélar h.f. hafi Vendor h.f. gengist undir þær skyldur skuldara, sem í bréfinu greini. þ.á m. að sæta því, að mál út af skuldinni skyldi rekið samkvæmt XVII. kafla eml. f úrskurði héraðsdóms var Vendor h.f. veittur frestur til þess að afla gagna um gallann. Byggðist niðurstaða héraðsdóms á því, að skuldaraskipti hefðu ekki orðið að umræddu skuldabréfi, og því yrði málið ekki rekið sem skuldabréfamál samkvæmt XVII. kafla eml. Sagði í úrskurði héraðsdóms: ... Líta verður svo á, þar sem skuldaraskipti fóru ekki fram með samþykki handhafa þess og skuldarciganda né heldur lofaði stefndi handhafanum sérstaklega að gerast skuldari þess (feitleterun Þ.Ö.), að stefnandi geti ekki krafið stefnda um greiðslu samkvæmt skuldabréfinu. Af því leiðir, að mál þetta verður ekki rekið samkvæmt ákvæðum XVII. kafla laga nr. 85/1936." Úrskurð þennan kærðu Glerísetningar h.f. til Hæstaréttar. í Hæstarétti var úrskurður héraðsdóms staðfestur. Þar sagði, að Vendor h.f. væri ekki skuldari samkvæmt skuldabréfinu (feitletrun Þ.Ö.), sem um væri deilt í málinu. Samkvæmt því og að öðru leyti með vísan til atvika málsins var krafa Glerísetninga h.f. þess efnis, að úrskurði héraðsdóms um frestveitinguna yrði hrundið, ekki tekin til greina. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.