Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 57

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 57
með sér, að samningur þeirra feli í sér, að skyldu hins fyrri skuldara sé lokið og upphaflega skuldarsambandinu þar með lokið, og að stofnast hafi nýtt skuldar- samband, sem, eftir því sem við verður komið, er nákvæmlega eins og fyrra skuldarsambandið. Samningur um yfirtöku skuldar hefur almennt ekki önnur réttaráhrif en þau, sem aðilar samningsins ætluðu honum. Það er talin eðlileg túlkun samnings um yfirtöku skuldar samkvæmt veðskuldabréfi, sem hvílir á seldri fasteign, að kaupandi sé einungis skuldbundinn til samræmis við ákvæði samningsins um venjuleg greiðslukjör. Hafi veðskuldabréfið t.d. verið gjaldfellt fyrir kaup, hvílir ekki sú skylda á kaupanda að greiða alla hina gjaldföllnu skuld, nema um það hafi gagngert verið samið.“ í samræmi við þann skilning ætti kaupandinn ekki að þurfa að rifta kaupin til þess að komast hjá því að greiða alla hina eindöguðu skuld. Talið er, að greiðslur vaxta og afborgana af hálfu nýs aðila (framsalshafa) geti almennt ekki skuldbundið hann gagnvart kröfuhafa. Hinu sama gegnir um greiðslur frá aðila, sem ekki hefur skuldbundið sig til þess gagnvart upphafleg- um skuldara að taka yfir skuldina, t.d. þegar ættingi greiðir skuld vegna fjarvistar skuldara eða fjárhagsörðugleika hans.61 Þegar réttur samkvæmt óefndum gagnkvæmum samningi er framseldur, getur framsalshafi við vissar aðstæður orðið skuldbundinn gagnvart kröfuhafa. Þetta á t.d. við, ef framsalshafi veitir viðtöku greiðslum frá kröfuhafa, og framsalshafa má ljóst vera, að það er skilyrði fyrir því, að hann fái greiðsluna afhenta frá kröfuhafa, að framsalshafi inni sjálfur af hendi gagngjaldið fyrirgreiðsluna. Sem dæmi þessa er 62. gr. siglingalaga nr. 34/1985, þar sem fram kemur, að taki viðtakandi (framsalshafi) við farmi, skuldbindi hann sig til þess að greiða farmgjöld og aðrar kröfur, sem farmflytjandi (kröfuhafi) getur krafist greiðslu á samkvæmt farmskírteini eða öðru skjali, sem segir fyrir um flutning farmsins. 7.3 Réttarsamband seljanda og kaupanda Ef samningur seljanda og kaupanda hefur ekki að geyma ákvæði um það, að kaupandi sé ábyrgur fyrir greiðslu áhvílandi skulda eða annarra skuldbindinga gagnvart kröfuhafa, er kaupandinn hvorki skuldbundinn gagnvart seljandanum til greiðslu þeirra skuldbindinga, né heldur gagnvart kröfuhafa vegna þeirra skuldbindinga, sem til staðar voru við framsalið.62 Samningur seljanda og kaupanda um það, að kaupandi taki að sér greiðslu áhvílandi skuldar, skyldar kaupandann væntanlega til þess að leita eftir sam- þykki kröfuhafa við skuldaraskiptum, en skuldbindur hann ekki gagnvart “ Sjá Bernhard Gomard, sama rit, bls. 314 c. 61 Um þessi sjónarmið sjá Bernhard Gomard. sama rit. bls. 311 - 312. 62 Bernhard Gomard. sama rit, bls. 312. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.