Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 41
þær sömu og seljandans, og kaupandinn gat haft uppi allar sömu mótbárur og seljandinn. b) Kröfuhafi var ekki skyldur til þess að ganga að kaupandanum, heldur öðlaðist hann valrétt, og hann þurfti ekki að taka afstöðu til þess, hvorn hann valdi. Meðan val hafði ekki átt sér stað, hélt kröfuhafi óskertum rétti sínum til þess að krefja upphaflegan skuldara. c) Litið var á samning seljanda og kaupanda sem tilboð til kröfuhafa um það, að kaupandinn skyldi framvegis vera ábyrgur gagnvart kröfuhafanum. Kröfuhafi gat samþykkt tilboðið, og sýnt vilja sinn til þess bæði í orðið og verki, og þurfti lítið til að telja hann hafa samþykkt tilboðið. Ef kröfuhafi valdi að ganga að kaupanda, þá var seljandi laus úr ábyrgð sinni gagnvart kröfuhafa. d) Seljandinn var því aðeins laus undan skuldbindingum sínum gagnvart kröfuhafa, að kröfuhafi samþykkti það, en slíkt samþykki gat hann gefið beint eða óbeint, t.d. með því að velja kaupanda. Ef kröfuhafinn hafnaði tilboðinu, þýddi það, að hann hélt fast í rétt sinn til þess að krefja seljandann og í annan stað, að hann gat ekki lengur byggt rétt á samningi seljanda og kaupanda. e) Solidarisk ábyrgð upphaflegs seljanda og kaupanda var hugsanleg, en þurfti að eiga sér ótvíræða stoð í samningi, þar sem slíkt fyrirkomulag væri mjög óvenjulegt. f) Ef seljandi vanefndi skyldur sínar við kaupanda með þeim hætti, að kaupandi öðlaðist riftunarrétt, þá var kaupandi ekki laus allra mála gagnvart kröfuhafa. Hann gat ekki neitað að greiða kröfuhafa af þeirri ástæðu. 6.2.2 Gildandi norskur réttur Norski fræðimaðurinn Frederik Stang gagnrýndi framangreindar reglur og benti m.a. á, að valréttur kröfuhafa setti seljandann í mikla óvissu um stöðu sína. Hann gæti þrátt fyrir skuldayfirtökuna yfirleitt ekki vitað, hvort til þess kæmi, að hann þyrfti að svara til skuldarinnar.'" Þegar árið 1916 kom hann fram með tillögur til breytinga, en þær náðu ekki fram að ganga.42 Árið 1970 komu fram á norska stórþinginu tillögur til breytinga á norsku reglunni, en þær náðu heldur ekki fram að ganga. Inntak þeirra tillagna var það, að kröfuhafi gæti með aðgerðarleysi sínu orðið bundinn af tilkynningu seljanda og kaupanda um skuldaraskiptin.43 41 Frederik Stang, Innledning til formueretten, 3. útg. 1935, bls. 286. 42 Frumvarp Stang ásamt greinargerð er birt í Rt. 1916, bls. 609 - 632. 43 Sjá Sandvik o.fl., Norsk Panterett, 2. útg. 1982, bis. 296 - 297. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.