Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 48
kaupandinn tæki að sér skuldina gagnvart kröfuhafa, þ.e.a.s. með því að semja gagngert við kröfuhafann. Hins vegar það, að kröfuhafinn fengi framselda kröfu upphaflegs skuldara (seljanda) á hendur kaupandanum. Hvorugu þessa hafi verið til að dreifa í framangreindum dómi, og því yrði ekki á niðurstöðu hans fallist.51 Gaukur Jörundsson telur, að kröfuhafinn fái ekki persónulega kröfu á hendur kaupandanum við afsalið eitt. Það þurfi meira til að koma. Við afsal veðsettrar eignar haldi kröfuhafi (veðhafi) auk veðréttar síns persónulegri kröfu á hendur fyrri eiganda, ef persónuleg krafa fylgdi á annað borð. Ljóst sé, að kröfuhafinn eignist persónulega kröfu á hendur kaupandanum, ef hann tekur á sig persónu- lega ábyrgð gagnvart kröfuhafa beint. Meira vafamál sé hins vegar, hvernig fara skuli með samning seljanda og kaupanda um það, að kaupandinn taki á sig persónulega ábyrgð á veðskuldinni. Gaukur er sammála Ólafi Lárussyni um það, að upphaflegur skuldari (seljandi) geti framselt kröfuhafa rétt sinn samkvæmt samningi seljandans við kaupandann og kröfuhafi þannig öðlast rétt á hendur kaupandanum. Einnig komi til greina að telja samning sejanda og kaupanda fela í sér loforð í þágu þriðja manns, sem samningsaðilar verði bundnir af gagnvart kröfuhafa, þótt ekki taki Gaukur afdráttarlausa afstöðu í þeim efnum.52 6.6.3.2 Dómur Hæstaréttar í Hrd. 1981 1040 Næst skal getið dóms Hæstaréttar í Hrd. 1981 1040. Við umfjöllun um dóm þennan er rétt að hafa í huga, að í honum er alls ekki tekin bein afstaða til þess, hvort samningur upphaflegs skuldara (seljanda) og hins nýja skuidara (kaup- anda) veiti kröfuhafa beinan rétt til þess að krefja kaupandann um greiðslu skuldar, sem kaupandinn hefur gagnvart seljanda tekið að sér að greiða. Hér var um kærumál að ræða, þar sem úrlausnarefnið var það eitt, hvort veita ætti frest til þess að afla gagna um galla í seldri bifreið í máli, sem höfðað var samkvæmt XVII. kafla laga nr. 85/1936 (eml.). Veðskuldabréf það, sem var grundvöllur málshöfðunarinnar, hafði upphaflegur kaupandi bifreiðarinnar (stefnandi málsins hér eftir nefndur seljandi) gefið út til greiðslu hluta kaup- verðsins. Síðar seldi kaupandinn bifreiðina og sá, sem keypti af honum (stefndi í málinu hér eftir nefndur kaupandi), tók að sér greiðslu veðskuldabréfsins, en vanefndi þá skuldbindingu. Var það niðurstaða bæði héraðsdóms og Hæstarétt- ar, að endurkröfumál seljanda á hendur kaupanda um innlausnarfjárhæðina 51 Ólafur Lárusson, Fyrirlestrar um veðréttindi, bls. 56. 52 Gaukur Jörundsson, Um veðréttindi, bls. 44. 42

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.