Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 43
inu, þ.e. skuldarsambandi kröfuhafa og upphaflegs skuldara (seljanda). Hags- munir seljandans séu fyrst og fremst þeir að losna úr skuldarsambandinu við kröfuhafann, og oftast sé málum þannig háttað, að seljandinn hafi enga hagsmuni af því að skapa aukinn rétt til handa kröfuhafa, nema því aðeins að hann losni sjálfur undan skyldum sínum. I dönsku reglunni er það talið felast, að kröfuhafinn missir ekki rétt á hendur seljanda, nema því aðeins að kröfuhafinn samþykki kaupandann og kaupandinn skuldbindi sig beint gagnvart kröfuhafan- um. Seljandi og kaupandi hafi yfirleitt ekki neina hagsmuni af því að vera að skapa rétt fyrir kröfuhafann, ef seljandinn losnar ekki jafnframt undan skyldum sínum. Seljandi og kaupandi hafi ekki af því hagsmuni að vera að blanda kröfuhafanum inn í samningssamband þeirra. Samningur seljanda og kaupanda um það, að kaupandinn yfirtaki skuldir seljandans gagnvart kröfuhafanum, geti leitt til árekstra milli seljanda og kaupanda, t.d. ef annar þeirra heldur því fram, að gagnaðilinn hafi vanefnt samninginn og vill af því tilefni beita vanefndaúr- ræðum. Sama á við, þegar annar aðilinn eða báðir óska að breyta samningnum sín í milli. Þá sé ekki hagstætt að vera þannig bundinn gagnvart kröfuhafanum, að breytingar og vanefndaúrræði geti ekki komið til skoðunar.46 Danskir fræðimenn bentu á ýmiss konar vandkvæði, er fylgdu hinni eldri norsku reglu.47 Af norsku reglunni leiddi, að bæði seljandi og kaupandi væru í raun skuldbundnir gagnvart kröfuhafa, þar til hann hefði tekið ákvörðun um það, að hvorum hann hyggðist ganga. Það þýddi, að unnt væri að breyta skuldarsambandinu án atbeina kröfuhafa. Þá væri hugsanlegt, að seljandinn yrði sóttur til greiðslu skuldarinnar, þó svo að hann hafi við samningsgerðina við kaupanda gengið út frá því, að hann væri laus allra mála. Loks var því sjónarmiði hreyft, að hin eldri norska regla gætti leitt til vafamála um það, hvort kröfuhafi hefði gefið eftir kröfu sína á hendur seljanda með því t.d. að beina kröfu sinni að kaupanda. 6.4 Sænskur og finnskur réttur í sænskum rétti gildir sú regla, að samningur seljanda og kaupanda veitir kröfuhafa ekki rétt til þess að krefja kaupandann beint um greiðslu skuldarinn- ar. Samþykki kröfuhafa við nýjum skuldara (kaupanda) leysir upphaflegan skuldara (seljanda) ekki í öllum tilvikum undan skuldbindingum hans við kröfuhafa.48 Finnskur réttur þræðir milliveg milli reglna dansks og sænsks réttar.49 46 Sjá Henry Ussing, sama rit, bls. 289 - 291. 47 Sjá t.d. W.E. von Eyben, Panterettigheder, 2. útgáfa 1963, bls. 176 - 177. Sjá nú 8. útgáfu sömu bókar 1987, bls. 208 - 209. 48 Um sænskan rétt sjá Osten Undén. Svensk sakrátt II. 3. útg. 1958, bls. 351. Sjá einnig Knut Rodhe, Lárobok I Obligationsratt, 6. útg. 1986, bls. 257-258,271 og 297 og ennfremur Knut Rodhe, Obligationsrátt, 1956, bls. 609-611 og bls. 642-644. 49 Sjá Y.J. Hakulinien. Obligationsrátt, I. Almanna láror. 1962, bls. 192 - 194. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.