Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 55
anum á grundvelli réttarreglna um þriðjamannsloforð. Það er því niðurstaðan hér um þetta atriði, þrátt fyrir Hrd. 1936 294 og Hrd. 1983 691, að samningur seljanda og kaupanda um það, að kaupandinn taki að sér greiðslu veðskuldar- innar gagnvart kröfuhafa, geti einn sér ekki veitt kröfuhafanum beinan rétt til þess að krefja kaupandann persónulega um greiðslu skuldarinnar. Þegar litið er til tilgangs þinglýsingar, eru vandséð rök þess, að þinglýsing afsals með slíku ákvæði verði talin geta haft þessi réttaráhrif í för með sér. Um síðara atriðið er þess fyrst að geta, að í meira Iagi er hæpin sú fullyrðing meiri hluta Hæstaréttar í Hrd. 1983 691, að þá ályktun megi draga af dómi Hæstaréttar í Hrd. 1936 294, að kaupandi fasteignar, sem tekur að sér í kaupsamningi eða afsali, sem hann lætur þinglýsa, verði við kaupin ekki aðeins veðþoli, heldur og samskuldari að veðskuldinni. Um það segir ekki neitt í dóminum, og vandséð er, með hvaða rökum hægt er að draga þá ályktun, þar sem ekki verður séð í dóminum nein vísbending um það efni. Slík fullyrðing gengur og mjög gegn fræðiviðhorfum í þessum efnum, því eins og rakið er í kafla 6.2.1 er almennt talið, að seljandi og kaupandi verði ekki samábyrgir, nema samningur veiti örugga vísbendingu um það efni. Má enda segja, að gagnstæð niðurstaða gangi þvert gegn megintilgangi skuldskeytingarinnar, sem er að losa upphaflegan skuldara undan skuldbindingum hans, en ekki að fá inn samskuld- ara. Af dómi Hæstaréttar í Hrd. 1936 294 verður ekki ráðið, að kaupsamningur sá, sem um ræðir í málinu, hafi haft slíkt ákvæði að geyma. Pá er og vert að hafa í huga, að fasteign getur skipt oft um eigendur, meðan á henni hvílir veðskuld. Framangreind fullyrðing í atkvæði meiri hlutans í Hrd. 1983 691 hlýtur því að vekja upp þá spurningu, hvort allir þeir, sem eignina hafa átt eftir útgáfu veðskuldabréfsins, séu samskuldarar með upphaflegum skuldara, eða hvort það er einungis sá, sem eignina á, þegar gengið er að veðinu. Með þau sjónarmið í huga, sem að framan voru rakin, er það niðurstaðan hér, að kaupandi og seljandi verði ekki persónulegir samskuldarar að veðskuldinni, nema því aðeins að samningur hafi að geyma skýr ákvæði um það efni. 7. NÁNAR UM SAMNINGA UM SKULDARASKIPTI Næst verður að því vikið, hver réttaráhrif samningur um skuldaraskipti hefur. Verður fyrst vikið að réttaráhrifunum í samskiptum kröfuhafa og upphaflegs skuldara (seljanda), því næst í samskiptum kröfuhafa og kaupanda (hins nýja skuldara) og loks í samskiptum seljanda og kaupanda. 7.1 Réttarsamband kröfuhafa og seljanda í kafla 6.6.4 var komist að þeirri niðurstöðu, að samningur seljanda og kaupanda um það, að hinn síðarnefndi taki að sér greiðslu skuldar, sem hvílir á seldri fasteign, leysi ekki seljandann úr ábyrgð gagnvart kröfuhafa. Þessi regla er 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.