Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 61
dóminum litið svo á, að nýi eigandi væri á grundvelli þessarar tilkynningar persónulega skuldbundinn til þess að greiða eldri skuldbindingu félagsins.74 I þessum dómi virðist á því byggt, að tilkynningin til firmaskrár feli í sér almenna yfirlýsingu til skuldheimtumanna félagsins og annarra um, að hinn nýi eigandi taki ábyrgð á greiðslu eldri skuldbindinga þess, og grandlaus þriðji maður hafi mátt byggja á því, að um væri að ræða samning milli seljanda og kaupanda um, að kaupandinn tæki á sig ábyrgð á greiðslu allra skuldbindinga félagsins, gamalla og nýrra, enda þótt tilætlunin hafi verið önnur, eins og skýrt kom fram í kaupsamningnum. Þessi niðurstaða er umdeilanleg. Með góðum rökum má halda því fram, að túlka beri tilkynningar af þessu tagi, þ.e. orðalagið „ ... með ótakmarkaðri ábyrgð á skuldbindingum þess og starfrækslu ...“ þannig, að hinn nýi eigandi taki einungis ábyrgð á nýjum skuldum samkvæmt þeirri aðalreglu, sem gildir í þessum efnum. Því verði að taka það skýrt fram í tilkynningunni sjálfri, ef nýr eigandi á að verða ábyrgur fyrir eldri skuldum, og ber þá væntanlega að miða við innritun í firmaskrá, ef ekki er getið um tímamörk í tilkynningunni. 74 Málavextir í bæjarþingsmálinu voru þessir: Markaðsþjónustan s.f. (Mt>) höfðaði mál á hendur þeim S og J persónulega og f.h. samlagsfélags þeirra Fasteignasölunnar Óðinstorgi 4 (FÓ). Málið var einnig höfðað gegn tveimur öðrum aðilum, þeim HB og HA. Krafist var greiðslu á víxli, sem gefinn var út 5. apríl 1982 af stefnda HB og samþykktur af samlagsfélaginu til greiðslu á gjalddaga 6. maí 1982. Víxillinn var ábektur af stefnda HA og stefnanda, sem leysti hann til sín. þegar greiðslufall varð hjá FÓ. Stefndi S hafði keypt hlut stefnda HA í samlagsfélaginu 1. júní 1982, og var víxillinn því fallinn í gjalddaga, þegar eigendaskipti urðu að hlutum í félaginu. Um eigendaskiptin var ritað í firmaskrá 2. júní 1982 eða daginn eftir kaupin. í kaupsamningnum sagði m.a. svo um yfirtöku skulda, en þá höfðu verið taldar upp allar þær skuldir, sem S tók að sér að greiða: „ ... Annað en að framan greinir greiðir kaupandi ekki og komi reikningar fram dags. fyrir 1. júní eru þeir honum óviðkomandi og greiðir seljandi allar sh'kar kröfur ... “ f firmaskrána varritað með svofelldum hætti: „Hér með tilkynnist til firmaskrár Reykjavíkur að H.A.... hefurgengiðút úr firmanuF.Ó. Jafnframt tilkynnist aðinn ífirmað gengur í hansstaðS með ótakmarkaðri ábyrgð á skuldbindingum þess og starfrækslu.“ S hélt því fram í málinu, að hann væri ekki réttur aðili, þar sem hann ábyrgðist aðeins þær skuldbindingar samlagsfélagsins, sem orðið hefðu til eftir að hann gekk í félagið. Um þá varnarástæðu sagði svo í dóminum: „ ... í greindri firmatilkynningu var þess ekki getið, að skuldarábyrgð S skyldi taka gildi miðað við tiltekin tímamörk eða takmarkast að öðru leyti. Firmatilkynning þessi, sem undirrituð var af báðum aðilum, var móttekin og innrituð í firmaskrá Reykjavíkur 2. júní 1982, og var sú skráning efnislega óbreytt, er mál þetta var höfðað með stefnu birtri 15. júní 1982. Gagnvart grandlausum kröfuhöfum firmans var stefndi S því formlega réttur aðili firmans á þeim tíma, og mál þetta því réttilega höfðað á hendur honum ...“ Varnarástæðu S byggðri á aðildarskorti var því hafnað, og hann dæmdur til greiðslu skuldarinnar, en áður hafði verið fallið frá kröfum á hendur J, HB og HA. 55

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.