Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 38
5. KRÖFUR TRYGGÐAR MEÐ ÖÐRU EN VEÐI í FASTEIGN
Kröfu kunna að fylgja annars konar tryggingarréttindi en veðréttur í fasteign-
um. Þannig má sem dæmi nefna handveð í lausafé, bankaábyrgð eða ábyrgðar-
loforð þriðja manns.
Ætla verður, að hér gildi meginregla sú, sem orðuð var í kafla 1.3, þ.e. að
skuldaraskipti geti því aðeins orðið, að kröfuhafi samþykki. Ber í fyrsta lagi að
hafa í huga, að engan veginn er sjálfgefið, að verðmæti tryggingarinnar nægi til
greiðslu skuldarinnar. Skiptir því máli fyrir kröfuhafa, hver skuldarinn er.
Þá hefur og verið talið, að framangreind meginregla gildi án tillits til þess,
hversu örugg tryggingin er. Þannig er talið, að ekki skipti máli, þótt verðmæti
veðs sé meira en fjárhæð skuldar, og ekki skipti heldur máli, hversu góð
tryggingin er, t.d. bankatrygging eða greiðsluábyrgðartrygging.35
Ber í þessu sambandi að hafa í huga, að í þeim tilvikum, þar sem þriðji maður
hefur gengist í ábyjgð eða sett eign sína að veði til tryggingar greiðslu skuldar,
hefur greiðslugeta skuldara áhrif á möguleika þriðja manns til þess að fá
fullnustu endurkröfu sinnar, ef til þess kemur, að kröfuhafi gengur að ábyrgðar-
manni eða veðsala á grundvelli ábyrgðarloforðsins eða veðleyfisins. Skiptir
þannig öllu máli fyrir ábyrgðarmanninn, hver skuldarinn er. Er í samræmi við
þetta við það miðað, þegar þriðji maður hefur gengist í ábyrgð eða sett eign sína
að veði, að tryggingin falli brott við skuldaraskipti, þar sem nýr aðalskuldari
kemur í stað hins upphaflega, nema annað leiði af samningi.36
6. FELUR SAMNINGUR FRAMSELJANDA OG FRAMSALSHAFA UM
ÞAÐ, AÐ FRAMSALSHAFI TAKI AÐ SÉR GREIÐSLU SKULDAR í
SÉR LOFORÐ I ÞÁGU ÞRIÐJA MANNS?
6.1 Almennt
Ekki er fyllilega ljóst samkvæmt íslenskum rétti, hvort og þá jafnframt að
hverju marki kröfuhafi getur byggt rétt á samningi milli skuldara (framseljanda)
og þriðja manns (framsalshafa) um það, að hinn síðarnefndi taki að sér greiðslu
skuldar. Hægt er að líta á slíka samninga með tvennum hætti. Annars vegar er
hægt að hugsa sér, að slíkir samningar varði einungis innbyrðis réttarsamband
framseljanda og framsalshafa, en veiti kröfuhafa engan rétt á hendur framsals-
hafa. Hins vegar má hugsa sér, að slíkir samningar framseljanda og framsalshafa
veiti kröfuhafa beinan rétt á hendur framsalshafanum.
Að þessu álitaefni er að vísu vikið í sérlagaákvæðum, sem gilda um starfsemi
35 Bernhard Gomard, sama rit, bls. 309.
36 Sjá um þetta nánar Bernhard Gomard. sama rit, bls. 309; Henry Ussing. Kaution, Kaupmanna-
höfn 1926, bls. 248; Henry Ussing, Enkelte kontrakter, bis. 198; Per Augdahl, sama rit, bls. 379 -
380.
32