Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 33
Því hefur verið haldið fram, að þegar ákvæði er í leigusamningi á þá lund, að leigutaka sé heimilt að framselja leiguréttinn með því að setja annan leigutaka í sinn stað, og enginn áskilnaður er í samningi um samþykki leigusala, sé meginreglan væntanlega sú, að leigutakanum sé jafnframt heimilt að setja hinn nýja aðila inn í skyldur sínar.22 Eigi þetta a.m.k. við, þegar leigusamningur er gerður til langs tíma, enda hafi framleiguheimildin að öðrum kosti takmarkaða þýðingu. Sjá til athugunar Hrd. 1961219, þar sem framsalshafi leiguréttinda var, með viðtöku afsals fyrir þeim réttindum, talinn hafa tekist á herðar allar þær skyldur leigutaka, sem samningurinn tók til. Var því hafnað kröfu um riftun framsals leiguréttinda, m.a. með þeim rökum, að upphaflegur leigusamningur hefði að geyma ákvæði um heimild til framsals og not framsalshafa voru talin hættuminni en not framseljandans og þess aðila, er hann leiddi rétt sinn frá, upphaflegs leigutaka.23 Úrlausn þess, hvort heimilt er í öðrum tilvikum að framselja afnotaréttindi með þeim réttaráhrifum, að framseljandi þeirra (skuldari) sé laus undan skuldbindingum sínum gagnvart kröfuhafa, er meiri vafa bundinn og ræðst af ýmsum atriðum. Þar geta skipt máli bæði túlkun samnings og eftirfarandi skipti aðila, sbr. um hið síðastnefnda Hrd. 1986 120. Þar hafði leigusamningur hvorki að geyma ákvæði um heimild til framsals leiguréttinda né heldur greiðslu lóðarleigu eftir framsal leiguréttindanna. Leigutaki framleigði réttindi sín eigi að síður, en hélt þó áfram að greiða lóðarleiguna til leigusala um nokkra hríð, þrátt fyrir framsalið, en hætti greiðslum síðar. Þessa venju á greiðslu lóðarleig- 22 Henry Ussing, sama rit, bls. 284. Sjá einnig til athugunar um þetta efni Per Augdahl, sama nt, bls. 367. 23 í Hrd. 1961 219 voru málavextir þeir, að OLÍS fékk árið 1931 lóð leigða hjá Vestmannaeyjakaup- stað til starfrækslu sinnar, og var upphaflegur leigutími 20 ár. Á leigutímanum mátti OLÍS selja og veðsetja afnotarétt sinn ásamt mannvirkjum, enda færi sú ráðstöfun ekki í bága við leigumálann. Að leigutíma liðnum var kaupstaðnum heimilt að taka lóðina í sínar hendur ásamt mannvirkjum fyrir matsverð þeirra. OLÍS framseldi síðan BP rétt sinn samkvæmt leigusamningnum, og gerði leigusali, að því er séð varð, engar athugasemdir við þá ráðstöfun, enda mun það framsal ekki hafa haft í för með sér breytingu á nýtingu lóðarinnar eða starfrækslu á henni. Leigusamningurinn var framlengdur nokkrum sinnum. BP framseldi síðan HB rétt sinn samkvæmt samningnum fimm mánuðum áður en leigutíminn rann út. Ætlaði HB að nota aðstöðuna til útgerðar, og hóf hann þar nokkrar framkvæmdir auk þess sem hann veðsetti þessi réttindi. Kaupstaðurinn taldi framsal réttindanna til HB fara í bága við rétt sinn, og var ágreiningur í þeim efnum borinn undir dómstóla. f héraðsdómi var talið, að framsalið til HB hefði verið óskuldbind- andi fyrir V. þar sem augljóst væri, að HB ætlaði að nota leigulóðina til annarra hluta en tiiætlunin var samkvæmt upphaflega leigumálanum. Hæstiréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu. Var til þess vitnað, að framsalið hefði verið heimilt samkvæmt samningnum og starfsemi HB mun hættuminni heldur en sú starfsemi, sem olíufélögin höfðu með höndum. Væru afnotin því ekki brot á ákvæðum samningsins um notkun lóðarinnar. Sagði í dómi Hæstaréttar, að telja yrði, að með viðtöku afsalsins hefði HB tekist á herðar allar þær skyldur leigutaka, sem samningurinn tók til. Var kröfu um ritftun afsals lóðarréttindanna því hafnað, enda leigutími ekki útrunninn, er afsalið var gefið út og ekki sönnuð önnur þau atvik, er valda ættu ógildi afsalsins. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.