Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 30
einkaskiptum dánarbús er lokið, bera erfingjarnir, allir fyrir einn og einn fyrir alla, ábyrgð á skuldbindingum búsins, án tillits til þess, hvort þeim var kunnugt um þær, áður en skiptunum var lokið. Leiðir þetta af ákvæðum 5. tl. 28., sbr. 97. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Gegnir hinu sama um opinber skipti skuldaviðgöngubúa, sbr. 3. mgr. 80. gr. laga nr. 20/1991. Þar kemur fram, að hafi erfingjar lýst yfir ábyrgð á skuldbindingum bús, og innköllun hefur ekki verið gefin út við opinber skipti, bera erfingjarnir, einn fyrir alla og allir fyrir einn, ábyrgð á þeim skuldbindingum hins látna, sem kunna síðar að hafa komið fram, þótt ekki hafi verið kunnugt um þær, áður en skiptum lauk. Hafi innköllun verið gefin út, bera þeir aðeins ábyrgð á þeim skuldbindingum, sem lýst var eða halda gildi, þrátt fyrir vanlýsingu, en voru ekki greiddar við skiptin. Reglum þeim um skuldaraskipti, sem hér var að framan lýst, tíðkast hins vegar að lýsa í erfða- og skiptarétti, en ekki í fjármunarétti. Samkvæmt 1. mgr. 56. gr. laga nr. 44/1979 um húsaleigusamninga, gildir sú meginregla, að leigutaka er óheimilt að framselja leigurétt sinn án samþykkis leigusala, nema annað leiði af samningi. Er regla þessi í samræmi við almennar skuldskeytingarreglur.14 Eftirlifandi maka, skyldmönnum og venslamönnum, sem voru heimamenn leigutaka við andlát hans eða höfðu framfæri af atvinnustarfsemi, sem stunduð var í húsnæðinu, og vilja taka við leiguamálanum með réttindum og skyldum, er þó heimilt að ganga inn í leigumálann í stað hins látna, nema af hendi leigusala séu færðar fram gildar ástæður, er mæla því í gegn. Þá má og í þessu sambandi benda á 2. mgr. 5. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976, en samkvæmt því ákvæði heldur ekkja leiguliða ábúðarrétti hans. Af líkum toga eru ákvæði í VII. kafla laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins, sbr. lög nr. 76/1989, en kafli þessi fjallar um félagslegar kaupleiguíbúð- ir. Þeir, sem fullnægja ákvæðum laga um lánveitingar úr Byggingarsjóði verkamanna eiga kost á að velja um leigu eða kaup. Getur sá, sem fengið hefur úthlutað félagslegri kaupleiguíbúð samkvæmt 110. gr. valið um leigu með kauprétti, sbr. 111. gr., eða kaup, sbr. 112. gr. Um leigu með kauprétti skal gerður skriflegur leigusamningur milli aðilja, sbr. 111. gr. Stofnast með leigusamningi með kauprétti persónulegur réttur leigutaka til afnota af íbúð og til kaupa á henni. Er tekið fram, að réttur þessi sé ekki framseljanlegur, sbr. 3. mgr. 111. gr. Þó getur framkvæmdaaðili heimilað, að maki yfirtaki leiguíbúð með kauprétti við andlát leigutaka, hjónaskilnað, kaupmála milli hjóna eða setu í óskiptu búi. Annað dæmi um setta lagareglu, sem heimilar undantekningu frá meginregl- unni, er 16. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Samkvæmt því ákvæði á skipverji rétt á að krefjast lausnar úr skipsrúmi, ef hann sannar, að hann eigi þess kost að 14 Sjá t.d. Henry Ussing, Enkelte kontrakter, 2. útg., 1946, bls. 14. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.