Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 30
einkaskiptum dánarbús er lokið, bera erfingjarnir, allir fyrir einn og einn fyrir alla, ábyrgð á skuldbindingum búsins, án tillits til þess, hvort þeim var kunnugt um þær, áður en skiptunum var lokið. Leiðir þetta af ákvæðum 5. tl. 28., sbr. 97. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Gegnir hinu sama um opinber skipti skuldaviðgöngubúa, sbr. 3. mgr. 80. gr. laga nr. 20/1991. Þar kemur fram, að hafi erfingjar lýst yfir ábyrgð á skuldbindingum bús, og innköllun hefur ekki verið gefin út við opinber skipti, bera erfingjarnir, einn fyrir alla og allir fyrir einn, ábyrgð á þeim skuldbindingum hins látna, sem kunna síðar að hafa komið fram, þótt ekki hafi verið kunnugt um þær, áður en skiptum lauk. Hafi innköllun verið gefin út, bera þeir aðeins ábyrgð á þeim skuldbindingum, sem lýst var eða halda gildi, þrátt fyrir vanlýsingu, en voru ekki greiddar við skiptin. Reglum þeim um skuldaraskipti, sem hér var að framan lýst, tíðkast hins vegar að lýsa í erfða- og skiptarétti, en ekki í fjármunarétti. Samkvæmt 1. mgr. 56. gr. laga nr. 44/1979 um húsaleigusamninga, gildir sú meginregla, að leigutaka er óheimilt að framselja leigurétt sinn án samþykkis leigusala, nema annað leiði af samningi. Er regla þessi í samræmi við almennar skuldskeytingarreglur.14 Eftirlifandi maka, skyldmönnum og venslamönnum, sem voru heimamenn leigutaka við andlát hans eða höfðu framfæri af atvinnustarfsemi, sem stunduð var í húsnæðinu, og vilja taka við leiguamálanum með réttindum og skyldum, er þó heimilt að ganga inn í leigumálann í stað hins látna, nema af hendi leigusala séu færðar fram gildar ástæður, er mæla því í gegn. Þá má og í þessu sambandi benda á 2. mgr. 5. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976, en samkvæmt því ákvæði heldur ekkja leiguliða ábúðarrétti hans. Af líkum toga eru ákvæði í VII. kafla laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins, sbr. lög nr. 76/1989, en kafli þessi fjallar um félagslegar kaupleiguíbúð- ir. Þeir, sem fullnægja ákvæðum laga um lánveitingar úr Byggingarsjóði verkamanna eiga kost á að velja um leigu eða kaup. Getur sá, sem fengið hefur úthlutað félagslegri kaupleiguíbúð samkvæmt 110. gr. valið um leigu með kauprétti, sbr. 111. gr., eða kaup, sbr. 112. gr. Um leigu með kauprétti skal gerður skriflegur leigusamningur milli aðilja, sbr. 111. gr. Stofnast með leigusamningi með kauprétti persónulegur réttur leigutaka til afnota af íbúð og til kaupa á henni. Er tekið fram, að réttur þessi sé ekki framseljanlegur, sbr. 3. mgr. 111. gr. Þó getur framkvæmdaaðili heimilað, að maki yfirtaki leiguíbúð með kauprétti við andlát leigutaka, hjónaskilnað, kaupmála milli hjóna eða setu í óskiptu búi. Annað dæmi um setta lagareglu, sem heimilar undantekningu frá meginregl- unni, er 16. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Samkvæmt því ákvæði á skipverji rétt á að krefjast lausnar úr skipsrúmi, ef hann sannar, að hann eigi þess kost að 14 Sjá t.d. Henry Ussing, Enkelte kontrakter, 2. útg., 1946, bls. 14. 24

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.