Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 23
undar ekki alltaf staðið utan við umræðu um eigin verk, þar um man ég raunar
varla dæmi, en mér finnst ekki við eiga, að þeir eigi hlut að umræðunni. Ég lít svo
á, að svipað eigi við um dómara, þeirra verk liggur fyrir eins og þeir vilja og
kunna að ganga frá því eins og aðstæður eru, og eftir það eiga þeir ekki að ganga
fram og skýra það eða verja.
Tökum nú upp annan þráð. Hugsum okkur að það sé þrátt fyrir það sem sagt
var til gagns fyrir allan almenning að dómarar skýri verk sín í opinberri umræðu,
til að umræðan sé tæmandi. Hugsum okkur líka að umræðan fari fram í íslensku
þjóðfélagi ársins 1992 með útvarpi, sjónvarpi, blöðum og bókum og bætum við
opinberum fundum. Að mínu áliti er óhætt að fullyrða að mikil hætta er á að
umræðan hætti að vera skoðanaskipti og snúist upp í fréttaflutning eða jafnvel
upphrópanir um það sem litlu eða engu skiptir. Það hefur heyrst að menn séu
dæmdir fyrirfram með opinberu og óopinberu umtali. Það er líka hægt að
endurupptaka mál og dæma að nýju með áróðri og á röngum forsendum. Við
hlið heilbrigðrar umræðu eru í ýmsu skyni, stundum góðu, stundum miður góðu,
tilraunir til að hafa áhrif á almenningsálitið með áróðri og auglýsingum. Og
stundum eru ýkjufrásagnir settar á prent í því skyni einu að auka sölu blaðanna.
Slíkt getur orðið varðandi dóma sem annað. Ég held að það væri engum til góðs
að dómarar reyndu að taka þátt í slíkum leik sjálfir eða með aðstöð áróðurs-
manna af einhverju tagi.
Væri ekki heldur ógeðfellt ef í útvarpinu væri sagt: í tilefni af frétt í gær um
ummæli forsætisráðherra um Hæstarétt á fundi á ísafirði hefur auglýsingastofan
Alvarlegt fólk, sem annast upplýsingaþjónustu fyrir Hæstarétt, sent frá sér
fréttatilkynningu. Segir þar m.a. að forsætisráðherra sé í lófa lagið að bæta úr því
sem hann telur ranglega að lýsi undirlægjuhætti við hann og fyrirrennara hans
með því að gera tillögur um lagabreytingar á viðkomandi sviðum. Raunar sé
honum það skylt þar sem hann hafi ekki síður en dómararnir í Hæstarétti
hátíðlega lofað því að vinna eftir stjórnarskránni.
Um þetta er það í fyrsta lagi að segja að það væri ógeðfelld yfirlýsing þó að
innihaldið hér væri efnislega rétt leiðrétting. í öðru lagi er stuttur vegur frá þessu
yfir í áróður með síbyljuendurtekningum og duldum tilraunum til skoðanamót-
unar. I mínum huga er það því svo að í íslensku samfélagi er hætt við að þátttaka
dómara í opinberri umræðu um dóma skapaði óviðunandi aðstæður.
Ég þykist nú hafa fært fyrir því nokkur rök að þrátt fyrir allt sé ekki meðmæla
vert að dómarar blandi sér í opinberar umræður um dómsmál.
Eftir er sú spurning hvort þessi niðurstaða leiði til þess að einhverjir aðrir ættu
líka að halda sér utan við þessa umræðu.
I fyrsta lagi má spyrja hvort réttarfarið í landinu sé með þeim hætti að lögmenn
ættu ekki að láta hér til sín taka. Ég held að það megi aðallega segja í einu
sambandi, það er um mál sem þeir hafa sjálfir farið með. Þetta er ekki vegna þess
17